Innlent

Ágóði þyrluflugs rennur til Krabbameinsfélagsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Fyrsta flug bleiku þyrlunnar. Frá vinstri: Friðgeir Guðjónsson, Ólöf María Jóhannsdóttir, Sigurlaug Gissurardóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir og Reynir Freyr Pétursson.
Fyrsta flug bleiku þyrlunnar. Frá vinstri: Friðgeir Guðjónsson, Ólöf María Jóhannsdóttir, Sigurlaug Gissurardóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir og Reynir Freyr Pétursson. Mynd/Jón Gústafsson
Í tilefni af „Bleikum október“, árveknis-og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum, hafa Reykjavík Helicopters og Krabbameinsfélagið gert með sér samstarfssamning. Mun Krabbameinsfélagið njóta góðs af sölu Reykjavík Helicopters í mánuðinum en ákveðinn hluti hennar mun renna til söfnunarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reyjavík Helicopters. Auk þess verður af og til boðið upp á sérstakar „bleikar“ útsýnisferðir um nágrenni Reykjavíkur. Af þeim ferðum mun allur ágóði renna til söfnunarinnar. Verða þessar ferðir auglýstar sérstaklega á fésbókarsíðum Reykjavík Helicopters og Bleiku slaufunnar. 

Með dyggri aðstoð frá LogoFlex er þyrla á vegum Reykjavík Helicopters orðin bleik að lit og skreytt „Bleiku slaufunni“  til að vekja enn meiri athygli á átakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×