AGS telur að það verði ekkert mál fyrir Ísland að borga 600 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. september 2010 18:30 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði á það ríka áherslu að frystingu nauðungaruppboða yrði aflétt í lok októbermánaðar. Þetta staðfestir yfirmaður sendinefndar sjóðsins. Þá hefur hann engar áhyggjur af því að íslenska ríkið muni eiga í erfiðleikum með að greiða niður 600 milljarða króna lán á næstu árum. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Nú eru fjórar eftir og verða þær afgreiddar á hverjum ársfjórðungi þangað til samstarfinu við sjóðinn lýkur í ágúst á næsta ári. Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að samstarf við íslensk stjórnvöld hafi gengið vel. Hann hrósar ríkisstjórninni fyrir endurreisn bankakerfisins og hvernig hún hafi undirbúið jarðveginn til að takast á við fjárlagahallann. Í lánaáætlun AGS er gert ráð fyrir heildarlánum upp á 5,2 milljarða dollara, jafnvirði tæplega sex hundruð milljarða króna. AGS lánar samtals 2,1 milljarð dollara en Norðurlöndin og aðrar þjóðir lána afganginn. En mun íslenska ríkið ráða við endurgreiðslu þessara lána á næstu árum? Flanagan segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að það sé mat sjóðsins að íslenska ríkið muni ekki lenda í neinum vandræðum með að greiða lánin til baka á næstu árum, jafnvel þótt skuldbindingar vegna Icesave séu teknar með í reikninginn. Í lok októbermánaðar verður frystingu nauðungaruppboða aflétt en fram kom í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og AGS við síðustu endurskoðun að fresta nauðungaruppboðum ekki frekar. En var þetta gert að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Flanagan segir að á þessum tímapunkti hafi verið nauðsynlegt að fresta ekki frekar banni við nauðungarsölum. Nauðsynlegt sé fyrir skuldara að greiða úr sínum málum við lánardrottna sína. Auk þess hafi verið komið á laggirnar regluverki með úrræðum fyrir skuldara í vandræðum. Ekki hafi verið hægt að frresta nauðungarsölum út í hið óendanlega. Sjá viðtal við Flanagan í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Það má svo geta þess að dagurinn í dag var síðasti dagur Marks Flanagans í embætti yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi. Hann hverfur nú til annarra verkefna hjá AGS vegna málefna Grikklands, en Julie Kozack mun leysa hann af hólmi sem yfirmaður sendinefndarinnar á Íslandi. Hún er hagfræðingur að mennt og verður staðsett í Washington, rétt eins og Flanagan.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira