Lífið

Áhyggjufull vegna bróðurdóttur sinnar

Julia Roberts hefur miklar áhyggjur af bróðurdóttur sinni, leikkonunni Emmu Roberts.
Julia Roberts hefur miklar áhyggjur af bróðurdóttur sinni, leikkonunni Emmu Roberts. nordicphotos/getty
Julia Roberts er sögð hafa miklar áhyggjur af bróðurdóttur sinni, leikkonunni Emmu Roberts, og finnst stúlkan vera of virk í skemmtanalífinu.

Samkvæmt heimildum The Enquirer mun Emma Roberts hafa sökkt sér í skemmtanalífið eftir sambandsslit hennar og Glee-leikarans Chords Overstreet og þetta veldur frænku hennar miklum áhyggjum. „Julia bauð Emmu að búa hjá sér og fjölskyldu sinni á meðan hún væri að jafna sig á sambandsslitunum. Hún heldur að hið rólega fjölskyldulíf gæti haft góð áhrif á Emmu og hefur áhyggjur af því að Emma gæti farið sömu leið og margar aðrar ungar stjörnur,“ sagði heimildarmaðurinn.

Emma er dóttir leikarans Erics Roberts sem tók meðal annars þátt í sjónvarpsþættinum Celebrity Rehab árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.