Ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2010 16:45 Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent