Ákært um eða eftir áramót 2. nóvember 2010 06:45 Sigríður Friðjónsdóttir Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira