Ákall til fjölmiðla Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun