Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2011 20:36 Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur málið þegar verið flutt fyrir fimm manna dómi. Eftir að málflutningi lauk var ákveðið að endurflytja það fyrir sjö manna dómi. Þorsteinn Einarsson, lögmaður þrotabús Motormax, kannast ekki við að ákvörðun, um endurflytja mál fyrir sjö manna dómi sem hafi verið flutt fyrir fimm manna dómi, hafi verið tekin áður. „Þetta er nokkuð sérstakt, alveg fordæmislaust held ég megi segja," segir Þorsteinn. Hann segist þó vita til þess að tekin hafi verið ákvörðun um að endurflytja mál fyrir fimm manna dómi eftir að þau hafi verið flutt fyrir þriggja manna dómi. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessari ákvörðun Hæstaréttar. „Ég hef reynt að lesa úr því, en það þýðir auðvitað ekkert," segir Þorsteinn. Menn vilji væntanlega bara hafa fordæmið skýrt. Ekki liggur endanlega fyrir hver áhrifin yrðu á eignastöðu bankanna þriggja ef Hæstiréttur staðfestir Héraðsdóm Reykjavíkur. Landsbankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómur féll í héraði þar sem fram kom að ef öll erlend lán af þeim toga sem Motormax fékk yrðu talin ólögmæt, yrðu neikvæð áhrif á eignastöðu bankans að hámarki um 16 milljarðar króna. Tengdar fréttir Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur málið þegar verið flutt fyrir fimm manna dómi. Eftir að málflutningi lauk var ákveðið að endurflytja það fyrir sjö manna dómi. Þorsteinn Einarsson, lögmaður þrotabús Motormax, kannast ekki við að ákvörðun, um endurflytja mál fyrir sjö manna dómi sem hafi verið flutt fyrir fimm manna dómi, hafi verið tekin áður. „Þetta er nokkuð sérstakt, alveg fordæmislaust held ég megi segja," segir Þorsteinn. Hann segist þó vita til þess að tekin hafi verið ákvörðun um að endurflytja mál fyrir fimm manna dómi eftir að þau hafi verið flutt fyrir þriggja manna dómi. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessari ákvörðun Hæstaréttar. „Ég hef reynt að lesa úr því, en það þýðir auðvitað ekkert," segir Þorsteinn. Menn vilji væntanlega bara hafa fordæmið skýrt. Ekki liggur endanlega fyrir hver áhrifin yrðu á eignastöðu bankanna þriggja ef Hæstiréttur staðfestir Héraðsdóm Reykjavíkur. Landsbankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómur féll í héraði þar sem fram kom að ef öll erlend lán af þeim toga sem Motormax fékk yrðu talin ólögmæt, yrðu neikvæð áhrif á eignastöðu bankans að hámarki um 16 milljarðar króna.
Tengdar fréttir Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20