Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2011 20:36 Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur málið þegar verið flutt fyrir fimm manna dómi. Eftir að málflutningi lauk var ákveðið að endurflytja það fyrir sjö manna dómi. Þorsteinn Einarsson, lögmaður þrotabús Motormax, kannast ekki við að ákvörðun, um endurflytja mál fyrir sjö manna dómi sem hafi verið flutt fyrir fimm manna dómi, hafi verið tekin áður. „Þetta er nokkuð sérstakt, alveg fordæmislaust held ég megi segja," segir Þorsteinn. Hann segist þó vita til þess að tekin hafi verið ákvörðun um að endurflytja mál fyrir fimm manna dómi eftir að þau hafi verið flutt fyrir þriggja manna dómi. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessari ákvörðun Hæstaréttar. „Ég hef reynt að lesa úr því, en það þýðir auðvitað ekkert," segir Þorsteinn. Menn vilji væntanlega bara hafa fordæmið skýrt. Ekki liggur endanlega fyrir hver áhrifin yrðu á eignastöðu bankanna þriggja ef Hæstiréttur staðfestir Héraðsdóm Reykjavíkur. Landsbankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómur féll í héraði þar sem fram kom að ef öll erlend lán af þeim toga sem Motormax fékk yrðu talin ólögmæt, yrðu neikvæð áhrif á eignastöðu bankans að hámarki um 16 milljarðar króna. Tengdar fréttir Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. Eins og Vísir greindi frá í gær hefur málið þegar verið flutt fyrir fimm manna dómi. Eftir að málflutningi lauk var ákveðið að endurflytja það fyrir sjö manna dómi. Þorsteinn Einarsson, lögmaður þrotabús Motormax, kannast ekki við að ákvörðun, um endurflytja mál fyrir sjö manna dómi sem hafi verið flutt fyrir fimm manna dómi, hafi verið tekin áður. „Þetta er nokkuð sérstakt, alveg fordæmislaust held ég megi segja," segir Þorsteinn. Hann segist þó vita til þess að tekin hafi verið ákvörðun um að endurflytja mál fyrir fimm manna dómi eftir að þau hafi verið flutt fyrir þriggja manna dómi. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessari ákvörðun Hæstaréttar. „Ég hef reynt að lesa úr því, en það þýðir auðvitað ekkert," segir Þorsteinn. Menn vilji væntanlega bara hafa fordæmið skýrt. Ekki liggur endanlega fyrir hver áhrifin yrðu á eignastöðu bankanna þriggja ef Hæstiréttur staðfestir Héraðsdóm Reykjavíkur. Landsbankinn sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómur féll í héraði þar sem fram kom að ef öll erlend lán af þeim toga sem Motormax fékk yrðu talin ólögmæt, yrðu neikvæð áhrif á eignastöðu bankans að hámarki um 16 milljarðar króna.
Tengdar fréttir Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23. maí 2011 20:20