Ákvörðun um færslu Markarfljóts veldur uppnámi 16. nóvember 2010 12:07 Ósar Markarfljóts. Mynd/ Rósa. Ákvörðun samgönguráðherra í gær að færa ósa Markarfljóts um tvo kílómetra olli uppnámi í stjórnkerfinu í morgun. Umhverfisráðuneytið spurðist fyrir um hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat og sveitarstjóri Rangárþings eystra boðaði til skyndifundar en hann bendir á að leita þurfi samþykkis fjögurra landeigenda.Siglingastofnun tilkynnti síðdegis í gær um aðgerðir í þremur liðum til að bjarga Landeyjahöfn og lét þess jafnframt getið að samgönguráðherra hefði fallist á þær. Sú róttækasta, að færa ósa Markarfljóts austur á bóginn um tvo kílómetra, hefur hins vegar valdið uppnámi í stjórnkerfinu í morgun.Þannig hringdi umhverfisráðuneytið í Skipulagsstofnun til að spyrjast fyrir um það hvort svona aðgerð þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Siglingastofnun telur svo ekki vera og hefur þegar rætt við Suðurverk, verktaka Landeyjahafnar, um að vinna verkið sem viðbót við hafnargerðina, að sögn Þórhildar Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Siglingastofnunar.Skipulagsstofnun hefur hins vegar þegar svarað umhverfisráðuneyti á þann veg að framkvæmdin sé tilkynningaskyld og Skipulagsstofnun myndi síðan úrskurða innan fjögurra vikna hvort hún sé matsskyld, að sögn Rutar Kristinsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs hjá Skipulagsstofnun.Á skrifstofu Rangárþings eystra hrukku menn einnig í kút við fréttirnar um færslu Markarfljóts. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri brást við með því að boða nokkra lykilaðila til fundar klukkan eitt í dag til að fjalla um málið og leita svara við spurningum eins og hvort framkvæmdin þurfi að fara í grenndarkynningu, skipulagsferli og umhverfismat. Þá segir Ísólfur Gylfi að nauðsynlegt sé að ræða við landeigendur en hann kveðst vita til þess að það hafi ekki verið gert, að minnsta kosti ekki formlega. Hann segir þetta snerta fjóra bæi, þrjá austan fljóts og einn vestan fljóts.Dofri Eysteinsson hjá Suðurverki segir allt til reiðu að hefjast handa. Hann eigi grjót á lager í væntanlegan flóðvarnagarð, það muni taka um það bil einn mánuð að færa fljótið og kosta 20 til 30 milljónir króna og hann bíði nú aðeins eftir merki frá Siglingastofnun um að mega byrja. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ákvörðun samgönguráðherra í gær að færa ósa Markarfljóts um tvo kílómetra olli uppnámi í stjórnkerfinu í morgun. Umhverfisráðuneytið spurðist fyrir um hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat og sveitarstjóri Rangárþings eystra boðaði til skyndifundar en hann bendir á að leita þurfi samþykkis fjögurra landeigenda.Siglingastofnun tilkynnti síðdegis í gær um aðgerðir í þremur liðum til að bjarga Landeyjahöfn og lét þess jafnframt getið að samgönguráðherra hefði fallist á þær. Sú róttækasta, að færa ósa Markarfljóts austur á bóginn um tvo kílómetra, hefur hins vegar valdið uppnámi í stjórnkerfinu í morgun.Þannig hringdi umhverfisráðuneytið í Skipulagsstofnun til að spyrjast fyrir um það hvort svona aðgerð þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Siglingastofnun telur svo ekki vera og hefur þegar rætt við Suðurverk, verktaka Landeyjahafnar, um að vinna verkið sem viðbót við hafnargerðina, að sögn Þórhildar Elínardóttur, upplýsingafulltrúa Siglingastofnunar.Skipulagsstofnun hefur hins vegar þegar svarað umhverfisráðuneyti á þann veg að framkvæmdin sé tilkynningaskyld og Skipulagsstofnun myndi síðan úrskurða innan fjögurra vikna hvort hún sé matsskyld, að sögn Rutar Kristinsdóttur, sviðsstjóra umhverfissviðs hjá Skipulagsstofnun.Á skrifstofu Rangárþings eystra hrukku menn einnig í kút við fréttirnar um færslu Markarfljóts. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri brást við með því að boða nokkra lykilaðila til fundar klukkan eitt í dag til að fjalla um málið og leita svara við spurningum eins og hvort framkvæmdin þurfi að fara í grenndarkynningu, skipulagsferli og umhverfismat. Þá segir Ísólfur Gylfi að nauðsynlegt sé að ræða við landeigendur en hann kveðst vita til þess að það hafi ekki verið gert, að minnsta kosti ekki formlega. Hann segir þetta snerta fjóra bæi, þrjá austan fljóts og einn vestan fljóts.Dofri Eysteinsson hjá Suðurverki segir allt til reiðu að hefjast handa. Hann eigi grjót á lager í væntanlegan flóðvarnagarð, það muni taka um það bil einn mánuð að færa fljótið og kosta 20 til 30 milljónir króna og hann bíði nú aðeins eftir merki frá Siglingastofnun um að mega byrja.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira