Enski boltinn

Al-Fayed: Hodgson verður áfram hjá Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mohamed Al-Fayed ræðir hér við Hodgson.
Mohamed Al-Fayed ræðir hér við Hodgson. Nordic Photos / Getty Images
Mohamed Al-Fayed, eigandi Fulham, á von á því að Roy Hodgon verði áfram stjóri liðsins þrátt fyrir meintan áhuga Liverpool á honum.

Rafa Benitez hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool og hefur tekið við Inter. Enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að Hodgson sé nú efstur á óskalista eigenda Liverpool sem eftirmaður Benitez.

Hodgson hefur náð frábærum árangri með Fulham og stýrði hann liðinu til að mynda alla leið í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA nú í vor, þar sem liðið tapaði fyrir Atletico Madrid.

„Ég held að hann muni ekki fara frá mér," sagði Al-Fayed við enska fjölmiðla. „Ég er viss um að það séu mörg félög sem hafa áhuga á honum en ég er reiðubúinn að færa honum allt sem hann vill fá og við höfum átt mjög gott samstarf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×