Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum 12. desember 2013 15:00 Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu í dag þegar Símon Sigvaldason héraðsdómari las upp dómsorð.Hreiðar Már í fimm og hálfs árs fangelsi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en til kemur gæsluvarðhald sem hann sitja á rannsóknarstigi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Hreiðar Már þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 33,4 milljónir króna. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hann þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjenda, Gesti Jónssyni, sem sagði sig frá málinu sl. vor 10,8 milljónir króna og Ólafi Eiríkssyni 3,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson fjárfestir hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn. Þá þurfti hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns Þórólfs Jónssonar, 14,8 milljónir króna og verjanda sem sagði sig frá málinu, Ragnari Hall 5,8 milljónir. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið.Eiga sér engar málsbætur Í rökstuðningi dómsins varðandi ákvörðun refsingar segir: „Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, voru á þeim tíma er brotin voru framin æðstu stjórnendur stærsta viðskiptabanka á Íslandi. Ákærði, Magnús, var framkvæmdastjóri viðskiptabanka í samstæðu Kaupþings banka hf. og ákærði, Ólafur, einn stærsti einstaki hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. Hin refsiverðu viðskipti ákærðu vörðuðu verulegum fjárhæðum. Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að verulegt fjárhagslegt tjón hlaust af brotum ákærðu, sem fullframin voru á tímabilinu 18. til 23. september 2008. Eiga ákærðu sér engar málsbætur.“Verjendur sakborninga og fulltrúi í dómssal 401 í dag.Ragnar Hall og Gestur „misbuðu virðingu dómsins“ Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru dæmdir til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt hvor fyrir segja sig af tilnefnislausu frá málinu sem verjendur sakborninga á fyrri stigum þess. Um þetta atriði segir í forsendum dómsins: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“ Þá telur dómurinn það aðfinnsluvert að verjendur hafi fengið vitni í málinu á heimsókn á skrifstofu sína til að kynna fyrir þeim gögn þess. Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars Más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Í dómnum er þetta gagnrýnt en þar segir: „Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna. (...) Er þetta aðfinnsluvert.“ Þyngsti dómur í efnahagsbrotamáliDómurinn yfir Sigurði og Hreiðar Má er þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Ákært var fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og umboðssvik samkvæmt hegningarlögum. Ljóst er að refsirammi vegna umboðssvika er nær fullnýttur en umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Markaðsmisnotkun getur líka varðað allt að sex ára fangelsi en refsing er ákveðin í einu lagi fyrir bæði brotin. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Vísir birti ítarlega fréttaskýringu um málið í morgun sem hægt er að lesa hér. Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu í dag þegar Símon Sigvaldason héraðsdómari las upp dómsorð.Hreiðar Már í fimm og hálfs árs fangelsi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en til kemur gæsluvarðhald sem hann sitja á rannsóknarstigi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Hreiðar Már þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 33,4 milljónir króna. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur í fimm ára fangelsi, óskilorðsbundið. Hann þurfti jafnframt að greiða málsvarnarlaun verjenda, Gesti Jónssyni, sem sagði sig frá málinu sl. vor 10,8 milljónir króna og Ólafi Eiríkssyni 3,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson fjárfestir hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm óskilorðsbundinn. Þá þurfti hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns Þórólfs Jónssonar, 14,8 milljónir króna og verjanda sem sagði sig frá málinu, Ragnari Hall 5,8 milljónir. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg var dæmdur í þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið.Eiga sér engar málsbætur Í rökstuðningi dómsins varðandi ákvörðun refsingar segir: „Við ákvörðun refsingar er til þess að líta að ákærðu, Hreiðar Már og Sigurður, voru á þeim tíma er brotin voru framin æðstu stjórnendur stærsta viðskiptabanka á Íslandi. Ákærði, Magnús, var framkvæmdastjóri viðskiptabanka í samstæðu Kaupþings banka hf. og ákærði, Ólafur, einn stærsti einstaki hluthafi í bankanum í gegnum félög sín. Hin refsiverðu viðskipti ákærðu vörðuðu verulegum fjárhæðum. Eiga brotin sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd. Þá er við ákvörðun refsingar litið til þess að verulegt fjárhagslegt tjón hlaust af brotum ákærðu, sem fullframin voru á tímabilinu 18. til 23. september 2008. Eiga ákærðu sér engar málsbætur.“Verjendur sakborninga og fulltrúi í dómssal 401 í dag.Ragnar Hall og Gestur „misbuðu virðingu dómsins“ Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru dæmdir til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt hvor fyrir segja sig af tilnefnislausu frá málinu sem verjendur sakborninga á fyrri stigum þess. Um þetta atriði segir í forsendum dómsins: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“ Þá telur dómurinn það aðfinnsluvert að verjendur hafi fengið vitni í málinu á heimsókn á skrifstofu sína til að kynna fyrir þeim gögn þess. Við aðalmeðferð málsins kom fram að fjögur vitni hefðu átt fund með verjendum ákærðu, Hreiðars Más og Ólafs, fyrir aðalmeðferð málsins og þau kynnt sér gögn málsins á skrifstofu verjendanna. Í dómnum er þetta gagnrýnt en þar segir: „Samkvæmt 3. mgr. 122. gr. laga nr. 88/2008 kynnir dómari ekki fyrir vitni skýrslur þess hjá lögreglu eða önnur sýnileg sönnunargögn fyrr en dómara þykir þess þörf til skýringar eða leiðréttingar skýrslu þess. Með því að ræða við vitnin fyrir aðalmeðferð máls og sýna þeim sýnileg sönnunargögn var farið á svig við greind lagafyrirmæli, auk þess sem sú háttsemi var til þess fallin að rýra trúverðugleika vitnanna. (...) Er þetta aðfinnsluvert.“ Þyngsti dómur í efnahagsbrotamáliDómurinn yfir Sigurði og Hreiðar Má er þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Ákært var fyrir markaðsmisnotkun á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti og umboðssvik samkvæmt hegningarlögum. Ljóst er að refsirammi vegna umboðssvika er nær fullnýttur en umboðssvik geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Markaðsmisnotkun getur líka varðað allt að sex ára fangelsi en refsing er ákveðin í einu lagi fyrir bæði brotin. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Vísir birti ítarlega fréttaskýringu um málið í morgun sem hægt er að lesa hér.
Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira