Viðskipti erlent

Álagsprófið sýnir 13.000 milljarða gat

Álagspróf fjármálaeftirlits Evrópu á 90 banka innan ESB sýnir 80 milljarða evra eða rúmlega 13.000 milljarða kr. gat í bókhaldi þeirra. Ef réttar forsendur hefðu verið notaðar í prófinu hefðu 25 topp bankar í Evrópu fallið á því auk þeirra 8 sem náðu ekki prófinu.

Þetta er niðurstaða Kian Abouhossein greinenda hjá JPMorgan í áliti sem hann sendi frá sér í dag. Reuters fjallar um málið og segir að samkvæmt útreikningum fréttastofunnar myndu þessir bankar þurfa að afla sér 41 milljarðs evra í nýju fé til að eiginfjárhlutfall þeirra væri yfir 7% að meðaltali.

Abouhossein segir eins og fleiri það vera gagnrýnivert að í álagsprófinu var miðað við 5% eiginfjárhlutfall að meðaltali en ekki 7% sem Abouhossein telur hafa verið réttara. Hann segir það einnig galla að ekki var gert ráð fyir afskriftum á ríkisskuldabréfum í álagsprófinu.

Það er mat Abouhossein að ef 7% eiginfjárhlutfall væri notað og gert ráð fyrir afskriftum á fyrrgreindum bréfum hefði álagsprófið sýnt 80 milljarða evra gat í bókhaldi þessara banka.

Eftir löndum skiptist þetta þannig að breska banka skortir 25 milljarða evra, franska banka skortir 20 milljarða evra, þýska banka skortir 14 milljarða evra, ítalska banka skortir 9 milljarða evra, spænska banka skortir 4 milljarða evra, portúgalska banka skotir 4 milljarða evra og austurríka banka skortir 4,5 milljarða evra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×