Aldraðir vilja ekki vera byrði Guðrún Ágústsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Stór hluti aldraðra nú, 67 ára og eldri, er fullfrískur og vinnufær og það er ekki gáfulegt að kasta vinnuframlagi hans fyrir róða. Það er verðmætasóun fólgin í því að nýta ekki starfskrafta fólks með því að líta á alla aldraða sem óvinnufæra og gagnslausa. Afskráður ónýtur var sagt um bíla þegar ég var að vinna hjá Sjóvá áður en þeir fóru á haugana. Afstaðan til gamals fólks minnir stundum á þetta. Það heyrir til undantekninga að talað sé við gamalt fólk í fjölmiðlum (nema þá til að tala um gamla daga, helst í sveitinni) og það þótti til skamms tíma ekki taka því að hafa fólk yfir sextugu með í skoðanakönnunum. Það er ekki skynsamlegt að loka fólk inni í hólfum – þvert á móti á að opna samfélagið fyrir öllum burtséð frá því á hvaða aldri þau eru. Aldraðir, þ.e. fólk á aldrinum 67 til 85 eða 100 ára, er ekki einsleitur hópur, ekki frekar en fólk milli 47 og 70 ára eða 27 og 50 ára. Við eigum það eitt sameiginlegt að við höfum náð ákveðnum aldri sem er skilgreint í lögum sem öldrun. Annað er það ekki. Hópurinn er margbreytilegur hvað varðar afkomu (sumt efnaðasta fólk landsins er í þessum hópi), heilbrigði: andlegt og líkamlegt og félagslegt.Vinnuframlagið sést ekki Vinnuframlag eldra fólks sést ekki sem heild eftir að það hefur yfirgefið vinnumarkaðinn. Hvað ætli standi í hagtölum um aldraða sem eru að þeytast um með barnabörnin sín í tónlistartíma og íþróttir, að passa á kvöldin eða um helgar, eða þegar þau eru veik? Þetta vinnuframlag er oft forsenda þess að yngra fólk geti skilað vinnuframlagi sínu. Vinnuframlag yngra fólksins er metið á hagtölum samfélagsins, vinnuframlag eldra fólksins er hvergi metið á heildarskalana sem allir eru alltaf að horfa á – en börnin meta vissulega störf okkar að ekki sé minnst á barnabörnin. Hópur aldraðra er líka mismunandi eftir búsetu. Hvernig er búið að öldruðum utan höfuðborgarsvæðisins? Hvernig líður einstæðu fólki, konum og körlum? Allt þetta þarf að skoða og rannsaka og ekki að afgreiða aldraða eins og þeir séu einhver óskiljanlegur klumpur sem er baggi á samfélaginu. Við höfum oft tekið málin í okkar hendur. Við erum virk í samfélaginu, þótt við séum ekki endilega eftirsótt á vinnumarkaði, margir eldri borgarar hreyfa sig markvisst, vitandi að það hefur jákvæð áhrif á heilsuna, öll námskeið eru yfirfull af gráhærðu fólki í endurmenntun. Og gamalt fólk er menningarneytendur á háu stigi, það sést svo ekki verður um villst á tónleikum og leikhúsum – já, og myndlistarsýningum. Við viljum bæta lífi við árin, ekki bara árum við lífið. Það er sagt að annað hvert barn sem fæðist á þessari öld geti búist við því að verða 100 ára! Þessi viðbótarár viljum við nota með því að vera með í samfélaginu með virkri þátttöku og ábyrgð á okkur og umhverfi okkar. Eins og aðrir. Aldraðir vilja ekki vera byrði.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar