Aldrei aftur 9. ágúst 2010 00:01 Þegar við vorum að skríða inn í unglingsárin á síðustu öld hélt angistin yfir mögulegu kjarnorkustríði fyrir okkur vöku. Listrænar útfærslur á hörmungum kjarnorkuvetrar og afleiðingum hans fyrir mannfólkið rötuðu iðulega á sjónvarpsskjáinn. Fréttir af ísköldu vopnakapphlaupi stórveldanna voru daglegt brauð í fjölmiðlum. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan, við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Við þessi tímamót er þess virði að nema staðar og íhuga sársaukann sem fylgir þeim. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Það er sársaukinn yfir fórnarlömbum árásarinnar, þeim sem dóu og þeim sem þjáðust og þjást enn þann dag í dag vegna afleiðinga sprengjunnar á líkama og náttúru. Það er sársaukinn yfir því að enn þá lifir heimurinn við kjarnorkuvá sem ógnar friði og stöðugleika. Það er sársaukinn yfir því að frá því sprengjan féll árið 1945, skiptist heimurinn í ríki sem hafa tekið sér rétt til að að framleiða og eiga þessi gjöreyðingarvopn, og mikinn meirihluta ríkja sem eiga þau ekki. Við tökum undir með þeim sem hafna því að ójafnvægi og klofningur á borð við þetta sé afsprengi menningar okkar. Heilræði Biblíunnar til manneskjunnar er að velja lífið svo að allir fái lifað. Í þeim anda berjumst við gegn kjarnorkuvopnum. Það er ekkert pláss fyrir vopn sem ógna lífi manneskjunnar og jarðarinnar, eins og kjarnorkusprengjan gerir. Kalda stríðið og kjarnorkuváin heldur ekki vöku fyrir unglingunum okkar í dag. En það er full ástæða til að minnast fórnarlamba sprengjunnar í Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst og snúa huga okkar og hjarta til þeirra sem þar þjáðust. Við erum þakklát fyrir framtak opinberra aðila og almennra borgara sem hafa látið sitt af mörkum til að velja lífið. Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þegar við vorum að skríða inn í unglingsárin á síðustu öld hélt angistin yfir mögulegu kjarnorkustríði fyrir okkur vöku. Listrænar útfærslur á hörmungum kjarnorkuvetrar og afleiðingum hans fyrir mannfólkið rötuðu iðulega á sjónvarpsskjáinn. Fréttir af ísköldu vopnakapphlaupi stórveldanna voru daglegt brauð í fjölmiðlum. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan, við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Við þessi tímamót er þess virði að nema staðar og íhuga sársaukann sem fylgir þeim. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur Það er sársaukinn yfir fórnarlömbum árásarinnar, þeim sem dóu og þeim sem þjáðust og þjást enn þann dag í dag vegna afleiðinga sprengjunnar á líkama og náttúru. Það er sársaukinn yfir því að enn þá lifir heimurinn við kjarnorkuvá sem ógnar friði og stöðugleika. Það er sársaukinn yfir því að frá því sprengjan féll árið 1945, skiptist heimurinn í ríki sem hafa tekið sér rétt til að að framleiða og eiga þessi gjöreyðingarvopn, og mikinn meirihluta ríkja sem eiga þau ekki. Við tökum undir með þeim sem hafna því að ójafnvægi og klofningur á borð við þetta sé afsprengi menningar okkar. Heilræði Biblíunnar til manneskjunnar er að velja lífið svo að allir fái lifað. Í þeim anda berjumst við gegn kjarnorkuvopnum. Það er ekkert pláss fyrir vopn sem ógna lífi manneskjunnar og jarðarinnar, eins og kjarnorkusprengjan gerir. Kalda stríðið og kjarnorkuváin heldur ekki vöku fyrir unglingunum okkar í dag. En það er full ástæða til að minnast fórnarlamba sprengjunnar í Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst og snúa huga okkar og hjarta til þeirra sem þar þjáðust. Við erum þakklát fyrir framtak opinberra aðila og almennra borgara sem hafa látið sitt af mörkum til að velja lífið. Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar