Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2015 07:00 20-25 prósent útkalla Landhelgisgæslunnar eru vegna neyðar á sjó. Afgangur inni í landi en hlutföllin hafa breyst gríðarlega síðasta áratuginn. vísir/ernir Á þessu ári hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar farið í 214 útköll. Þar með hefur met frá árinu 2013 verið slegið þegar þyrlurnar fóru í 195 útköll. Fyrir tíu árum var meðalfjöldi útkalla um það bil 120 á ári og því ljóst að undanfarinn áratug hefur útköllunum fjölgað gríðarlega. „Aukning á útköllum eru greinilega tengd ferðamennsku. Bæði innlendri og erlendri,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Icelandic Tourism Research Center gerði rannsókn á útköllum þyrlanna á árunum 2009 til 2013. Þar kemur fram að helmingur útkalla er vegna ferðamanna. Þessi helmingur skiptist síðan jafnt á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna.Ásgrímur Lárus Ásgrímsson„Upphaflega var þyrludeild Landhelgisgæslunnar sett á stofn til að bjarga sjómönnum og ná í sjúklinga úti á sjó. Svo hefur þetta þróast út í að við förum inn í land enda eru þetta einu þyrlurnar sem eru uppsettar í leit og björgun. Í dag er þetta þannig að 70-75 prósent útkalla eru inni í landi, á fjöllum og erfiðum aðstæðum. Útköll þyrlanna eru skilgreind sem neyðaraðstoð og því ekki rukkað fyrir útköllin. Erfitt er að reikna út hvað hvert útkall kostar þar sem ákveðinn grunnkostnaður er alltaf til staðar sama hversu mörg útköllin eru. Aftur á móti er hægt að miða við að í verktöku kostar ein flugstund í þyrlu 680 þúsund krónur. Ásgrímur segir flókið að rukka fyrir útköll.Halldór Halldórsson„Við viljum að fólk sem lendir í vandræðum hiki ekki við að leita aðstoðar áður en vandræðin verða meiri og þar með björgunar- og leitaraðgerðir erfiðari. Það er ekki gott ef fólk fari að hugsa að það þurfi að borga háa fjárhæð og hiki við að láta vita af sér. Hins vegar mættu einhverjir sérfræðingar skoða möguleikann á að túristar sem koma til landsins séu með einhvers konar tryggingu. En það gæti verið erfitt ferli.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill sjá kerfi á Íslandi sem tryggir að útlagður kostnaður sé dekkaður. „Við erum með magnað kerfi sem byggir á svakalegri sjálfboðavinnu og ég er hræddur um að misnotkun geti skemmt það. Það á einnig við um kostnað Landhelgisgæslunnar. Ég sé fyrir mér tryggingakerfi þar sem endurgreiðsla myndi eiga sér stað. Það verður að vera því ég sé ekki annað fyrir mér en að þetta muni aukast,“ segir Halldór sem ætlar að taka upp málið á næsta fundi sínum með innanríkisráðherra. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Á þessu ári hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar farið í 214 útköll. Þar með hefur met frá árinu 2013 verið slegið þegar þyrlurnar fóru í 195 útköll. Fyrir tíu árum var meðalfjöldi útkalla um það bil 120 á ári og því ljóst að undanfarinn áratug hefur útköllunum fjölgað gríðarlega. „Aukning á útköllum eru greinilega tengd ferðamennsku. Bæði innlendri og erlendri,“ segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Icelandic Tourism Research Center gerði rannsókn á útköllum þyrlanna á árunum 2009 til 2013. Þar kemur fram að helmingur útkalla er vegna ferðamanna. Þessi helmingur skiptist síðan jafnt á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna.Ásgrímur Lárus Ásgrímsson„Upphaflega var þyrludeild Landhelgisgæslunnar sett á stofn til að bjarga sjómönnum og ná í sjúklinga úti á sjó. Svo hefur þetta þróast út í að við förum inn í land enda eru þetta einu þyrlurnar sem eru uppsettar í leit og björgun. Í dag er þetta þannig að 70-75 prósent útkalla eru inni í landi, á fjöllum og erfiðum aðstæðum. Útköll þyrlanna eru skilgreind sem neyðaraðstoð og því ekki rukkað fyrir útköllin. Erfitt er að reikna út hvað hvert útkall kostar þar sem ákveðinn grunnkostnaður er alltaf til staðar sama hversu mörg útköllin eru. Aftur á móti er hægt að miða við að í verktöku kostar ein flugstund í þyrlu 680 þúsund krónur. Ásgrímur segir flókið að rukka fyrir útköll.Halldór Halldórsson„Við viljum að fólk sem lendir í vandræðum hiki ekki við að leita aðstoðar áður en vandræðin verða meiri og þar með björgunar- og leitaraðgerðir erfiðari. Það er ekki gott ef fólk fari að hugsa að það þurfi að borga háa fjárhæð og hiki við að láta vita af sér. Hins vegar mættu einhverjir sérfræðingar skoða möguleikann á að túristar sem koma til landsins séu með einhvers konar tryggingu. En það gæti verið erfitt ferli.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill sjá kerfi á Íslandi sem tryggir að útlagður kostnaður sé dekkaður. „Við erum með magnað kerfi sem byggir á svakalegri sjálfboðavinnu og ég er hræddur um að misnotkun geti skemmt það. Það á einnig við um kostnað Landhelgisgæslunnar. Ég sé fyrir mér tryggingakerfi þar sem endurgreiðsla myndi eiga sér stað. Það verður að vera því ég sé ekki annað fyrir mér en að þetta muni aukast,“ segir Halldór sem ætlar að taka upp málið á næsta fundi sínum með innanríkisráðherra.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira