Alger óvissa um afdrif Icesave Helga Arnardóttir skrifar 4. september 2011 19:51 Óvissa ríkir enn um afdrif Icesave málsins þrátt fyrir að eignir þrotabús gamla Landsbankans dugi fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni hans. Ekki er enn vitað hvort Hollendingar og Bretar höfði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu falli úrskurður EFTA dómstólsins þeim í hag. Fyrir helgi tilkynnti skilanefnd Landsbankans að endurheimtur upp í kröfur á bankann eru nú áætlaðar um 1.332 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar þegar kröfum var lýst, en forgangskröfur á bankann, sem eru einkum komnar til vegna Icesave innlánanna og heildsöluinnlána bankans erlendis, nema 1.319 milljörðum. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem sat í Icesave samninganefndinni fagnar þessum fréttum. Hann segir þó enn mikla óvissu í málinu. „Eftirlitsstofnun EFTA hefur haldið því fram að íslensk stjórnvöld hafi átt að greiða öllum innistæðueigendum í október 2009. Að það hafi ekki verið gert hafi verið brot gegn EES samningnum," segir Jóhannes Karl Sveinsson. Jóhannes segir það stærsta áhyggjuefnið og góðar heimtur úr þrotabúinu breyti þar engu um. Þá hafi Hollendingar og Bretar látið í það skína í samningaviðræðunum að þeir hyggist sækja rétt sinn og höfða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna vaxtagreiðslna frá 2008. „Deilan snýst um það og hvað þeir síðan gera þegar búið er að dæma þetta mál fyrir efta dómstólnum og við sjáum hvað kemur út úr þrotabúinu. Það vitum við ekkert um," segir Jóhannes. Hann segir að óvíst sé hvað Bretar og Hollendingar geri síðan í framhaldinu. Jóhannes telur þó líklegt að Bretar og Hollendingar bíði eftir niðurstöðu EFTA dómstólsins. Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Óvissa ríkir enn um afdrif Icesave málsins þrátt fyrir að eignir þrotabús gamla Landsbankans dugi fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni hans. Ekki er enn vitað hvort Hollendingar og Bretar höfði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu falli úrskurður EFTA dómstólsins þeim í hag. Fyrir helgi tilkynnti skilanefnd Landsbankans að endurheimtur upp í kröfur á bankann eru nú áætlaðar um 1.332 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar þegar kröfum var lýst, en forgangskröfur á bankann, sem eru einkum komnar til vegna Icesave innlánanna og heildsöluinnlána bankans erlendis, nema 1.319 milljörðum. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem sat í Icesave samninganefndinni fagnar þessum fréttum. Hann segir þó enn mikla óvissu í málinu. „Eftirlitsstofnun EFTA hefur haldið því fram að íslensk stjórnvöld hafi átt að greiða öllum innistæðueigendum í október 2009. Að það hafi ekki verið gert hafi verið brot gegn EES samningnum," segir Jóhannes Karl Sveinsson. Jóhannes segir það stærsta áhyggjuefnið og góðar heimtur úr þrotabúinu breyti þar engu um. Þá hafi Hollendingar og Bretar látið í það skína í samningaviðræðunum að þeir hyggist sækja rétt sinn og höfða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna vaxtagreiðslna frá 2008. „Deilan snýst um það og hvað þeir síðan gera þegar búið er að dæma þetta mál fyrir efta dómstólnum og við sjáum hvað kemur út úr þrotabúinu. Það vitum við ekkert um," segir Jóhannes. Hann segir að óvíst sé hvað Bretar og Hollendingar geri síðan í framhaldinu. Jóhannes telur þó líklegt að Bretar og Hollendingar bíði eftir niðurstöðu EFTA dómstólsins.
Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira