Áliðnaðurinn: Umhverfismál á heimsvísu Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Álframleiðsla byggir á námavinnslu á stöðum þar sem er að finna sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomusvæðum sitt hvorum megin miðbaugs. Námavinnslan fer vanalega þannig fram að flett er burt gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru misþykk og oft ekki nema 2-4 metrar. Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni. Vinnslunni fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðarleg myndun eitraðra úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýrustig og í sumum tilfellum þungmálma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjaldan í hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdeltunni, einu merkilegasta votlendissvæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Báxítnámur eru helst í fátækum löndum á borð við Jamaíka sem ber margvísleg ör eftir þessa ömurlegu námavinnslu. Þjóðin er fátæk og lítið menntuð og hefur engin breyting orðið þar á þrátt fyrir þann mikla námaiðnað sem þar hefur risið og starfað. Víðáttumiklum svæðum hefur verið gjörspillt þar sem allur gróður er eyðilagður og drykkjarvatn sumstaðar mengað með tilheyrandi þjáningum fyrir íbúana. Opnar námur eru að klárast og álfyrirtækin sækjast eftir að fá að opna ný námasvæði með þeim afleiðingum að með síðustu frumskógum landsins yrði rutt burt. Fjallaskógar Jamaíku eru ríkir af einlendum tegundum, þ.e. tegundum sem ekki er að finna í öðrum löndum, og má þar nefna svarthöfðapáfagaukinn og svölustélsfiðrildið en báðar tegundirnar eru bráðri í útrýmingarhættu. Svölustélsfiðrildið er eitt stærsta og skrautlegasta fiðrildi í heiminum. Gínea í Vestur-Afríku er báxít auðugasta land í heimi og eru Rio Tinto, Alcoa og Russal öll að koma sér þar fyrir. Landið er bláfátækt og aðeins 24% íbúa eru læs. Fyrir ári síðan réðust þar hermenn á fólk á löglegum mótmælafundi á íþróttaleikvangi höfuðborgarinnar og myrtu 157 manns hið minnsta en nauðguðu og limlestu aðra. Fólkið var að mótmæla herstjórninni og framgöngu álfyrirtækjanna. Ef fram fer sem horfir munu álfyrirtækin eyðileggja þetta land - lífríkið, ræktarlöndin, skógana - og viðhalda herstjórninni en skilja fólkið eftir í eymd og mengun þegar þau hafa klárað námurnar. Umdeildar báxítnámur eru einnig á Indlandi í Órissa, í Brasilíu í Trompetas, í Ástralíu og víðar. Hvarvetna með tjóni á náttúru, víða á vatnafari og ræktarlöndum og sums staðar hafa frumbyggjar verið hraktir á brott áður en hægt var að hefjast handa við námavinnsluna. Ál er m.a. notað í óumhverfisvænar umbúðir, t.d. áldósir og álpappír, sem ættu að vera með öllu óþarfar. Talið er að allt að 30% álsins séu notuð í hergagnaframleiðslu en afar erfitt er að finna tölulegar upplýsingar um þau mál. Álduft er þar notað sem sprengiefni í hitasprengjum (þ.e. thermobaric bombs) sem losa gríðarlegan varma. Orkan sem losnar sem varmi þegar álið (Al) brennur og verður aftur að súráli (Al2O3) samsvarar þeirri sem notuð var í frumframleiðslunni, þ.e. í rafgreiningunni sem fram fer í álverunum m.a. hér á landi. Álfyrirtækin hrósa sér af áli sem léttmálmi í farartæki og endurvinnanlegum málmi. Ekkert stóru álfyrirtækjanna leggur hins vegar mikið upp úr því að vera með endurvinnsluverksmiðjur. Sum álfyrirtækin hafa haft uppi yfirlýsingar um sjálfbærni enda þótt greinin sé í sjálfu sér ósjálfbær þar sem námur eru takmarkaðar og námuvinnslan frek á dýrmætt lífríki. Til fegrunar veita þau styrki til umhverfismála en þeir nema aðeins litlu broti af hagnaðinum og vega hvergi nærri neitt á móti umhverfisspjöllunum sem þau valda. Hámarka skal gróðann með sem minnstum kostnaði hluthöfum til handa en lítið sem ekkert verður eftir í hráefnalöndum sem leggja til námur og raforku til framleiðslunnar. Á Íslandi hafa 300 km2 verið lagðir undir virkjanalón. Þjórsá, Blöndu, Tungná, Jökulsá á Dal og Lagarfljóti hefur verið gjörbreytt. Jökulánum Hólmsá, Jökulsá á Fjöllum (Kreppu), Héraðsvötnunum í Skagafirði og Skjálfandafljóti er öllum ógnað með hugmyndum um fleiri álver. Næringarefni jökulvatna berast ekki lengur til sjávar lífríkinu til eflingar heldur setjast til í lónunum sem fyllast mis hratt. Árósum jökulfljótanna, hrygningarstöðvum fiska og fæðustöðvum fugla er spillt með þessu móti en áhrifin á lífríki sjávar eru nær ókönnuð og því allsendis óþekkt. Nú vilja álfyrirtækin auk þess seilast í meira eða minna öll mögulega nýtanleg háhitasvæði landsins. Árið 2009 notuðu álverin þrjú 74% allrar raforkuframleiðslu landsins og mun notkun þeirra ná um 80% með stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík. Norski olíusjóðurinn hafnar viðskiptum við Rio Tinto og ástæðan fyrir banninu eru umhverfisspjöll fyrirtækisins. Landsvirkjun setur slíkt hinsvegar ekki fyrir sig enda er Rio Tinto einn stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins og er vöxtur í viðskiptunum. Það er löngu orðið tímabært að íslensk stjórnvöld og orkufyrirtæki taki ábyrga afstöðu til landsins og umheimsins, sýni samfélagslega ábyrgð og hafni áframhaldandi vexti þessarar greinar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Álframleiðsla byggir á námavinnslu á stöðum þar sem er að finna sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomusvæðum sitt hvorum megin miðbaugs. Námavinnslan fer vanalega þannig fram að flett er burt gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru misþykk og oft ekki nema 2-4 metrar. Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni. Vinnslunni fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðarleg myndun eitraðra úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýrustig og í sumum tilfellum þungmálma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjaldan í hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdeltunni, einu merkilegasta votlendissvæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Báxítnámur eru helst í fátækum löndum á borð við Jamaíka sem ber margvísleg ör eftir þessa ömurlegu námavinnslu. Þjóðin er fátæk og lítið menntuð og hefur engin breyting orðið þar á þrátt fyrir þann mikla námaiðnað sem þar hefur risið og starfað. Víðáttumiklum svæðum hefur verið gjörspillt þar sem allur gróður er eyðilagður og drykkjarvatn sumstaðar mengað með tilheyrandi þjáningum fyrir íbúana. Opnar námur eru að klárast og álfyrirtækin sækjast eftir að fá að opna ný námasvæði með þeim afleiðingum að með síðustu frumskógum landsins yrði rutt burt. Fjallaskógar Jamaíku eru ríkir af einlendum tegundum, þ.e. tegundum sem ekki er að finna í öðrum löndum, og má þar nefna svarthöfðapáfagaukinn og svölustélsfiðrildið en báðar tegundirnar eru bráðri í útrýmingarhættu. Svölustélsfiðrildið er eitt stærsta og skrautlegasta fiðrildi í heiminum. Gínea í Vestur-Afríku er báxít auðugasta land í heimi og eru Rio Tinto, Alcoa og Russal öll að koma sér þar fyrir. Landið er bláfátækt og aðeins 24% íbúa eru læs. Fyrir ári síðan réðust þar hermenn á fólk á löglegum mótmælafundi á íþróttaleikvangi höfuðborgarinnar og myrtu 157 manns hið minnsta en nauðguðu og limlestu aðra. Fólkið var að mótmæla herstjórninni og framgöngu álfyrirtækjanna. Ef fram fer sem horfir munu álfyrirtækin eyðileggja þetta land - lífríkið, ræktarlöndin, skógana - og viðhalda herstjórninni en skilja fólkið eftir í eymd og mengun þegar þau hafa klárað námurnar. Umdeildar báxítnámur eru einnig á Indlandi í Órissa, í Brasilíu í Trompetas, í Ástralíu og víðar. Hvarvetna með tjóni á náttúru, víða á vatnafari og ræktarlöndum og sums staðar hafa frumbyggjar verið hraktir á brott áður en hægt var að hefjast handa við námavinnsluna. Ál er m.a. notað í óumhverfisvænar umbúðir, t.d. áldósir og álpappír, sem ættu að vera með öllu óþarfar. Talið er að allt að 30% álsins séu notuð í hergagnaframleiðslu en afar erfitt er að finna tölulegar upplýsingar um þau mál. Álduft er þar notað sem sprengiefni í hitasprengjum (þ.e. thermobaric bombs) sem losa gríðarlegan varma. Orkan sem losnar sem varmi þegar álið (Al) brennur og verður aftur að súráli (Al2O3) samsvarar þeirri sem notuð var í frumframleiðslunni, þ.e. í rafgreiningunni sem fram fer í álverunum m.a. hér á landi. Álfyrirtækin hrósa sér af áli sem léttmálmi í farartæki og endurvinnanlegum málmi. Ekkert stóru álfyrirtækjanna leggur hins vegar mikið upp úr því að vera með endurvinnsluverksmiðjur. Sum álfyrirtækin hafa haft uppi yfirlýsingar um sjálfbærni enda þótt greinin sé í sjálfu sér ósjálfbær þar sem námur eru takmarkaðar og námuvinnslan frek á dýrmætt lífríki. Til fegrunar veita þau styrki til umhverfismála en þeir nema aðeins litlu broti af hagnaðinum og vega hvergi nærri neitt á móti umhverfisspjöllunum sem þau valda. Hámarka skal gróðann með sem minnstum kostnaði hluthöfum til handa en lítið sem ekkert verður eftir í hráefnalöndum sem leggja til námur og raforku til framleiðslunnar. Á Íslandi hafa 300 km2 verið lagðir undir virkjanalón. Þjórsá, Blöndu, Tungná, Jökulsá á Dal og Lagarfljóti hefur verið gjörbreytt. Jökulánum Hólmsá, Jökulsá á Fjöllum (Kreppu), Héraðsvötnunum í Skagafirði og Skjálfandafljóti er öllum ógnað með hugmyndum um fleiri álver. Næringarefni jökulvatna berast ekki lengur til sjávar lífríkinu til eflingar heldur setjast til í lónunum sem fyllast mis hratt. Árósum jökulfljótanna, hrygningarstöðvum fiska og fæðustöðvum fugla er spillt með þessu móti en áhrifin á lífríki sjávar eru nær ókönnuð og því allsendis óþekkt. Nú vilja álfyrirtækin auk þess seilast í meira eða minna öll mögulega nýtanleg háhitasvæði landsins. Árið 2009 notuðu álverin þrjú 74% allrar raforkuframleiðslu landsins og mun notkun þeirra ná um 80% með stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík. Norski olíusjóðurinn hafnar viðskiptum við Rio Tinto og ástæðan fyrir banninu eru umhverfisspjöll fyrirtækisins. Landsvirkjun setur slíkt hinsvegar ekki fyrir sig enda er Rio Tinto einn stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins og er vöxtur í viðskiptunum. Það er löngu orðið tímabært að íslensk stjórnvöld og orkufyrirtæki taki ábyrga afstöðu til landsins og umheimsins, sýni samfélagslega ábyrgð og hafni áframhaldandi vexti þessarar greinar á Íslandi.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun