Innlent

Allar björgunarsveitir kallaðar út vegna óveðurs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn að störfum í morgun.
Björgunarsveitamenn að störfum í morgun. Mynd/ Landsbjörg.
Búið er að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðurs, en sveitin í Mosfellsbæ við störf í nótt og í morgun. Flest verkefnanna eru í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Fjöldi aðstoðarbeiðna hefur nú borist á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er björgunarfélag Hornafjarðar einnig í óveðursaðstoð. Þar eru þakplötur að losna og rúður að brotna. Björgunarsveitin á Dalvík er að sækja bílstjóra sem situr fastur í bíl sínum í Ólafsfjarðarmúla.

Sjór berst upp á land við Sæbrautina í Reykjavík.
Í tilkynningu sem Eimskip sendu frá sér segir að afgreiðsla Sundahafnar og Vöruhótels verði lokuð í dag vegna vegna veðurs og verður ekki opnað aftur fyrr en útséð er með um veðurspá seinna í dag. Eins má búast við röskun á áætlunarferðum Eimskips Flytjanda víðsvegar um landið.

Áttu myndir af óveðrinu? Sendu okkur þær þá endilega á tölvupóstinn ritstjorn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×