Innlent

Allir fái húsnæðisbætur, óháð búsetuformi

Nú stendur yfir kynningarfundur á tillögum vinnuhóps sem velferðarráðherra skipaði um breytingar á húsnæðisbótakerfinu. Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingarinnar er formaður hópsins en tillögur hans miða að því að gjörbreyta kerfinu frá því sem nú er. „Með nýju kerfi yrði öllum tryggður sami réttur til fjárhagsstuðnings hins opinbera vegna húsnæðiskostnaðar, óháð búsetuformi, hvort sem fólk kýs að búa í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða búseturéttaríbúðum," segir í tilkynningu en í gildandi kerfi eru almennar húsaleigubætur mun lægri en vaxtabætur og uppbygging kerfanna ólík.

Fyrir rúmu ári voru kynntar niðurstöður samráðshópsvelferðarráðherra um húsnæðisstefnu stjórnvalda sem í meginatriðum felast í upptöku húsnæðisbóta, að hið opinbera stuðli að auknu framboði af leigu- og búseturéttaríbúðum og að öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál verði efld. „Tillögur vinnuhóps um húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta eru mikilvægur áfangi í innleiðingu nýrrar húsnæðisstefnu og stærsta skrefið til að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×