Allir Íslendingar verða skráðir í Vantrú Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 11:01 Hér má sjá mynd frá árlegu Bingó Vantrú sem haldið er á föstudeginum langa. vísir/anton brink Stjórnarfundur Vantrúar hefur samþykkt ályktun sem túlka má sem háðsádeilu á trúskráningum á Íslandi. Á fundinum var ákveðið að frá og með 1. mars næstkomandi verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú, samkvæmt vefsíðu félagsins.Þar segir: „Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu. Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.“ Vantrú er félag trúleysingja sem hefur það helsta markmið, samkvæmt heimasíðu félagsins, að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu. Á síðunni segir að ef svo ólíklega vilji til að „þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is.“ Fram kemur í tilkynningu Vantrúar að ekki sé eins einfalt að skrá sig úr ríkiskirkjunni. „Ýmsir innan Vantrúar mótmæltu þessu fyrirkomulagi, en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hefur til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að félagið getur ekki upp á sitt einsdæmi skráð alla Íslendinga í Vantrú. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Stjórnarfundur Vantrúar hefur samþykkt ályktun sem túlka má sem háðsádeilu á trúskráningum á Íslandi. Á fundinum var ákveðið að frá og með 1. mars næstkomandi verði allir Íslendingar skráðir í Vantrú, samkvæmt vefsíðu félagsins.Þar segir: „Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu. Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.“ Vantrú er félag trúleysingja sem hefur það helsta markmið, samkvæmt heimasíðu félagsins, að veita mótvægi við boðun hindurvitna og vinna gegn áhrifum þeirra í samfélaginu. Á síðunni segir að ef svo ólíklega vilji til að „þú vilt ekki gerast meðlimur í Vantrú, þá er lítið mál að skrá sig úr Vantrú. Ef þú ert orðinn 18 ára þarft þú einungis að senda tölvupóst með tilkynningu um úrsögn ásamt skönnuðu persónuskilríki á tölvupóstfangið ursognurvantru(at)vantru.is.“ Fram kemur í tilkynningu Vantrúar að ekki sé eins einfalt að skrá sig úr ríkiskirkjunni. „Ýmsir innan Vantrúar mótmæltu þessu fyrirkomulagi, en stjórnin benti þeim réttilega á að í raun væri þetta opinberlega viðurkennd aðferð við skráningu á félagatali á Íslandi. Samskonar aðferð hefur til dæmis verið beitt heillengi í trúfélagsskráningu á Íslandi.“ Rétt er að taka fram að félagið getur ekki upp á sitt einsdæmi skráð alla Íslendinga í Vantrú.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira