Allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fara í leigu Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2015 14:41 Vísir/Vilhelm Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira