Allt að 87 prósenta hækkun á tollkvóta milli ára Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Hingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. vísir/stefán Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Útboðsgjald sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá ríkjum ESB hækkaði mjög milli ára. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að hækkunin hafi verið fyrirsjáanleg. Hérlendis eru ýmsar innfluttar mjólkur- og kjötvörur tolllagðar. Ár hvert er heimilt að flytja inn nokkur tonn úr hverjum vöruflokki tollfrjálst. Þeim kvóta er úthlutað til innflytjenda í gegnum lokað uppboð, fyrst til hæstbjóðanda, síðan til þess sem býður næsthæst og svo koll af kolli. Meðalútboðsgjald er reiknað. Berist ekki tilboð í allan kvótann er honum úthlutað án gjalds.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaHingað til hefur tollkvótinn verið boðinn út einu sinni fyrir allt árið en í ár var sú nýbreytni gerð að bjóða hann út í tveimur hlutum. Var það gert eftir tillögu frá starfshópi um tollasamning sem vildi með því tryggja jafnari dreifingu á innfluttum vörum yfir árið. Neytendur áttu ekki fulltrúa í sjö manna starfshópnum. Sé litið á niðurstöður útboðs um tollkvóta á vörum frá ESB-ríkjum sést talsverð hækkun meðalútboðsgjalds í flestum vöruflokkum. Minnst er hún í flokki alifugla, fjögur prósent, en mest í ostum, um 400 krónur á hvert kíló, eða 86,9 prósent. Um meðalverð er að ræða og því ljóst að hækkunin er meiri fyrir suma innflytjendur. Þessi hækkun mun sennilega skila sér út í verðlagið og lenda á neytendum að lokum. „Félag atvinnurekenda varaði við því að þessar breytingar myndu leiða til hækkunar á tollkvótanum,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. Hann bætir því við að hækkunina á ostakvótanum megi rekja beint til nýs búvörusamnings. „Haldi útboðsgjaldið þessari þróun áfram stefnir í að það verði nokkurn veginn hið sama og það kostar innflytjendur að flytja inn á fullum tolli. Þá er ávinningur neytenda horfinn,“ segir Ólafur. Það leiðir af eðli fyrirkomulagsins að tekjur ríkisins af því eru allnokkrar. Alls nam útboðsgjaldið vegna ESB-kvótans 330 milljónum í fyrra en það stefnir í 400 milljónir í ár. Ólafur telur ekki sennilegt að meðalverðið muni lækka þegar hinn helmingur kvótans verður boðinn út. „Verð og eftirspurn hefur verið stöðugt hækkandi undanfarin ár samhliða auknum straumi ferðamanna. Mér þykir líklegt, satt að segja, að verðið haldi áfram að hækka,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24 Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11 Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Innheimta útboðsgjald þrátt fyrir úrskurð um ólögmæti þess Ríkið ætlar að halda áfram að innheimta útboðsgjald fyrir innfluttar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gjaldheimtan væri ólögmæt. 1. júní 2015 19:24
Samtök verslunar og þjónustu kvarta til umboðsmanns vegna tollkvóta SVÞ telja að farið hafi verið á svig við lög er tollar á landbúnaðarvörur voru boðnir út. 16. júlí 2015 10:11
Uppboð tollkvóta stenst skoðun ESB Evrópusambandið (ESB) skiptir sér ekki af því hvernig ríki kjósa að útdeila tollkvótum. Fyrirkomulag sem hér tíðkast er ekki notað innan ESB. Kostnaður vegna uppboðs tollkvóta hér eyðir ávinningi af tollfrelsi. 22. janúar 2016 07:00