Almannahagsmunum fórnað fyrir skammtíma bókhaldstrikk Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 12:45 Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi segir með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafi forgöngu um að einkavæða vatnsveitu með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum. Miklu mikilvægara sé að standa vörð um hagsmuni almennings, en skammtíma bókhaldshagsmuni Orkuveitunnar. Orkuveita Reykjavíkur og Reykjanesbær sem eiga hvor um sig 15 prósent í HS veitum hafa ákveðið að selja hlut sinn til félagsins Úrsusar sem er í eigu Heiðars Márs Guðjónssonar fjárfestis. Minni sveitarfélög á Reykjanesi sem áttu hvort um sig 0,5 prósent eða minna í HS veitum hafa einnig ákveðið að selja sinn hlut til Úrsusar, sem þar með á um 33 prósent í fyrirtækinu. En samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að lágmarki að vera 50 prósent í eigu opinberra aðila. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þessa sölu langt í frá eðlilega. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum. Það er verið að einkavæða veitufyrirtæki,“ segir Sóley. Fyrirtæki sem sjái almenningi fyrir heitu og köldu vatni og leggi grunn að lífsgæðum almennings. Það sé með ólíkindum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar ætli að einkavæða þetta mikilvæga almenningsfyrirtæki. „Þetta hefur sjálfsagt einhver skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar. En Orkuveitan er komin í það góð mál og okkur hefur tekist það vel upp, að ég sé ekki að svona mikilvægir innviðir þurfi að fara úr eigu almennings til einkaaðila,“ segir Sóley. Það þjóni ekki hagsmunum almennings. Það sé mikilvægara þvert á móti að standa vörð um hagsmuni almennings í þessum efnum. En þetta er í fyrsta skipti sem einkaaðili á Íslandi eignast stóran hluti í vatnsveitu. Sóley segir að þetta sé fyrsta skrefið í átt til almennrar einkavæðingar á vatnsveitum. „Það er alveg ljóst. Það er verið að því. Þetta var vatnsveita í eigu almennings. Það er verið að selja hana einkaaðila. Meira að segja er uppi orðrómur um eitthvert hluthafa samkomulag þar sem einkaaðilinn á að hafa meiri völd en lögin kveða á um. Það er líka mjög alvarlegt,“ segir Sóley. Það sé furðulegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til að horfast í augu við alvarleika málsins og firri sig ábyrgð.Sýnist þér þá að það sé verið að láta skammtíma hagsmuni ráða umfram langtíma hagsmuni?„Það er verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bókhaldstrikk,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira