Alræði lýðræðisins? Hildur Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Fyrir liggur í borgarráði að taka fyrir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hertar reglur um aðkomu trúar og lífsskoðunarfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál og á að afgreiða endanlega núna í byrjun ágúst. Sem foreldri fjögurra skólabarna er mér nokkuð brugðið að ekki hafi verið leitað álits skólasamfélagsins sjálfs. Sem virkt foreldri innan þess vil ég benda á að skv. lögum skal sérhver skóli á landinu hafa skólaráð. Innan skólaráðs sitja fulltrúar allra í skólasamfélaginu: foreldar, kennarar og nemendur ásamt fulltrúa grenndarsamfélags. Þetta ráð á að geta haft áhrif á þá skólastefnu sem hver og einn skóli telur að eigi að gilda innan skólans. Á þessum tímum sem við lifum þar sem umræða um almennt og borgaralegt lýðræði er hávær þykir mér einkennileg þróun hjá Reykjavíkurborg að ætla að taka slíkar ákvarðanir í trássi við skoðun skólasamfélagsins. Við viljum lifa í lýðræðslegu samfélagi þar sem lýðræðið virkar að sönnu. Eða ætlum við að láta yfirvöld ákveða allt fyrir okkur og börn okkar? Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefnur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingarfræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði. Ég vænti þess að íslenskt samfélag sé ekki svo illa statt að það meini skólasamfélaginu sjálfu að ráða fram úr þeim málum sem upp koma. Það ætti að vera til umræðu í skólunum en ekki hjá yfirvaldinu hvort ekki megi hengja upp auglýsingar um trúarlegar uppákomur eða dreifa Nýja Testamentinu innan skólans. Að hampa einni heimsmynd á sama tíma og önnur er tortryggð og litin hornauga er mjög á skjön við þá fjölmenningu sem er á Íslandi. Þessari tillögu vil ég því mótmæla harðlega. Ég legg til að við látum þetta mál algerlega falla niður og væntum þess í stað fjörugrar umræðu innan skólans, í skólarráðum landsins og búumst við meiri fjölbreytni innan skólasamfélagsins þar sem foreldrar, kennarar og börnin taka virkari þátt í þróun skólans en ekki yfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur í borgarráði að taka fyrir tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um hertar reglur um aðkomu trúar og lífsskoðunarfélaga að skólum Reykjavíkurborgar. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál og á að afgreiða endanlega núna í byrjun ágúst. Sem foreldri fjögurra skólabarna er mér nokkuð brugðið að ekki hafi verið leitað álits skólasamfélagsins sjálfs. Sem virkt foreldri innan þess vil ég benda á að skv. lögum skal sérhver skóli á landinu hafa skólaráð. Innan skólaráðs sitja fulltrúar allra í skólasamfélaginu: foreldar, kennarar og nemendur ásamt fulltrúa grenndarsamfélags. Þetta ráð á að geta haft áhrif á þá skólastefnu sem hver og einn skóli telur að eigi að gilda innan skólans. Á þessum tímum sem við lifum þar sem umræða um almennt og borgaralegt lýðræði er hávær þykir mér einkennileg þróun hjá Reykjavíkurborg að ætla að taka slíkar ákvarðanir í trássi við skoðun skólasamfélagsins. Við viljum lifa í lýðræðslegu samfélagi þar sem lýðræðið virkar að sönnu. Eða ætlum við að láta yfirvöld ákveða allt fyrir okkur og börn okkar? Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefnur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingarfræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði. Ég vænti þess að íslenskt samfélag sé ekki svo illa statt að það meini skólasamfélaginu sjálfu að ráða fram úr þeim málum sem upp koma. Það ætti að vera til umræðu í skólunum en ekki hjá yfirvaldinu hvort ekki megi hengja upp auglýsingar um trúarlegar uppákomur eða dreifa Nýja Testamentinu innan skólans. Að hampa einni heimsmynd á sama tíma og önnur er tortryggð og litin hornauga er mjög á skjön við þá fjölmenningu sem er á Íslandi. Þessari tillögu vil ég því mótmæla harðlega. Ég legg til að við látum þetta mál algerlega falla niður og væntum þess í stað fjörugrar umræðu innan skólans, í skólarráðum landsins og búumst við meiri fjölbreytni innan skólasamfélagsins þar sem foreldrar, kennarar og börnin taka virkari þátt í þróun skólans en ekki yfirvöld.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar