Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Sveinn Arnarsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Halldór Sanne ætlaði að leigja Bergljótu einbýlishús sem hann átti ekki í Reykjanesbæ. Vísir/GVA Bergljót Snorradóttir segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við dæmdan svindlara, Halldór Viðar Sanne. Á hún að hafa greitt honum fyrirframgreidda leigu á einbýlishúsi í Njarðvík sem hann átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Halldór Viðar kannast ekki við að hafa tekið við fjármagni af Bergljótu og kallar hana lygara. Halldór Viðar Sanne er einn þekktasti fjársvikari okkar Íslendinga hin síðari ára og á sér langa sögu í svikum og prettum. Meðal annars auglýsti hann námskeið í lífvörslu sem aldrei var haldið en einnig hlaut hann þungan dóm í Danmörku fyrir umfangsmikil fjársvik þar sem hann vélaði fólk til að kaupa farsíma á raðgreiðslum. Hann lofaði að selja þá á Íslandi með miklum hagnaði fyrir alla aðila. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Halldór þar sem hann hirti símana sjálfur og seldi. Bergljót Snorradóttir. Bergljót segir Halldór mjög færan í því sem hann gerir. „Þetta byrjar á því að hann auglýsir einbýlishús í Njarðvík til leigu á bland.is í síðasta mánuði. Sonur minn hafði hug á að leigja þetta hús ásamt tveimur öðrum. Við förum fjögur að skoða húsið og honum líst á hópinn og við á húsið.“ segir Bergljót. „Hann tjáði okkur að mikil eftirspurn væri að húsinu og því þyrfti hann að fá fyrirfram greiðslu svo tryggt væri að hópurinn tæki íbúðina á leigu,“ segir Bergljót. Húsnæðið í Njarðvík var ekki og er ekki í eigu Halldórs. Hann var með húsið sjálfur á leigu og mátti ekki leigja það áfram samkvæmt leigusamningi sem hann gerði við eiganda fasteignarinnar. „Einnig hringdi hann í þjónustufullttrúann minn í mínum viðskiptabanka til að telja henni trú um að millifæra um 900 þúsund krónur af reikningi mínum í fyrirframgreidda leigu. Það símtal er til á hljóðupptöku,“ segir Bergljót. „Hinsvegar náði hann af mér 300 þúsund krónum. Ástæða þess að ég segi þessa sögu er til að aðrir hugsi sig um áður en farið er í viðskipti við þennan siðblinda mann.“ Halldór segir þetta mikinn misskilning. „þessi kona er ekki að segja sannleikann og hefur logið í tvígang upp á mig. Hún er greinilega ósátt yfir því að fá ekki húsnæðið til afnota og vill því nota fyrri sögu mína til að ná sér niðri á mér,“ segir Halldór Viðar. „Það stóð til að leigja húsið út en við ákváðum að selja það frekar.“ Talið er að Sanne hafi svikið á annað hundrað milljónir af dönskum símakaupendum.hægri Halldór Viðar Hafsteinsson, eða Halldór Viðar Sanne, segist sjá mikið eftir sínum mistökum síðustu ára en nú reyni hann að byggja upp framtíð og hann segir svikin, prettina og lygarnar að baki. „Auðvitað sé ég eftir því sem ég gerði. Ég sveik marga en ég hef verið dæmdur fyrir þau brot og tekið út minn dóm. Nú er ég breyttur maður,“ segir Halldór Viðar. Nú er Halldór kominn til Íslands og ætlar sér stóra hluti í fyrirtækjarekstri. Nú reynir hann að koma upp fyrirtækinu TimeShareIceland og auglýsir eftir meðeiganda af fyrirtækinu. Fyrirtækið er samkvæmt Halldóri fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið býður útlendingum að eignast hluta í fasteignum á Íslandi á mjög sanngjörnu verði. Þannig geti fólk keypt hluta í húsi og notað það í eina til tvær vikur á ári. Það sem skiptir hinsvegar miklu máli er að fyrirtækið á enga fasteign eins og staðan er núna. Að mati Halldórs mun það einungis vera tímaspursmál hvenær fyrirtækið eignist íbúðir til að selja útlendingum. Bergljót segir Halldór Viðar hafa kássast upp á rangan aðila. „Hann mun ekki komast upp með það að stela af mér peningum. Ég mun ekki sitjaog horfa á það þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú þegar kært málið til lögreglu og veitt þeim gögn um samskipti mín við Halldór sem ég á skrifuð.“ segir Bergljót.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bergljót Snorradóttir segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við dæmdan svindlara, Halldór Viðar Sanne. Á hún að hafa greitt honum fyrirframgreidda leigu á einbýlishúsi í Njarðvík sem hann átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Halldór Viðar kannast ekki við að hafa tekið við fjármagni af Bergljótu og kallar hana lygara. Halldór Viðar Sanne er einn þekktasti fjársvikari okkar Íslendinga hin síðari ára og á sér langa sögu í svikum og prettum. Meðal annars auglýsti hann námskeið í lífvörslu sem aldrei var haldið en einnig hlaut hann þungan dóm í Danmörku fyrir umfangsmikil fjársvik þar sem hann vélaði fólk til að kaupa farsíma á raðgreiðslum. Hann lofaði að selja þá á Íslandi með miklum hagnaði fyrir alla aðila. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Halldór þar sem hann hirti símana sjálfur og seldi. Bergljót Snorradóttir. Bergljót segir Halldór mjög færan í því sem hann gerir. „Þetta byrjar á því að hann auglýsir einbýlishús í Njarðvík til leigu á bland.is í síðasta mánuði. Sonur minn hafði hug á að leigja þetta hús ásamt tveimur öðrum. Við förum fjögur að skoða húsið og honum líst á hópinn og við á húsið.“ segir Bergljót. „Hann tjáði okkur að mikil eftirspurn væri að húsinu og því þyrfti hann að fá fyrirfram greiðslu svo tryggt væri að hópurinn tæki íbúðina á leigu,“ segir Bergljót. Húsnæðið í Njarðvík var ekki og er ekki í eigu Halldórs. Hann var með húsið sjálfur á leigu og mátti ekki leigja það áfram samkvæmt leigusamningi sem hann gerði við eiganda fasteignarinnar. „Einnig hringdi hann í þjónustufullttrúann minn í mínum viðskiptabanka til að telja henni trú um að millifæra um 900 þúsund krónur af reikningi mínum í fyrirframgreidda leigu. Það símtal er til á hljóðupptöku,“ segir Bergljót. „Hinsvegar náði hann af mér 300 þúsund krónum. Ástæða þess að ég segi þessa sögu er til að aðrir hugsi sig um áður en farið er í viðskipti við þennan siðblinda mann.“ Halldór segir þetta mikinn misskilning. „þessi kona er ekki að segja sannleikann og hefur logið í tvígang upp á mig. Hún er greinilega ósátt yfir því að fá ekki húsnæðið til afnota og vill því nota fyrri sögu mína til að ná sér niðri á mér,“ segir Halldór Viðar. „Það stóð til að leigja húsið út en við ákváðum að selja það frekar.“ Talið er að Sanne hafi svikið á annað hundrað milljónir af dönskum símakaupendum.hægri Halldór Viðar Hafsteinsson, eða Halldór Viðar Sanne, segist sjá mikið eftir sínum mistökum síðustu ára en nú reyni hann að byggja upp framtíð og hann segir svikin, prettina og lygarnar að baki. „Auðvitað sé ég eftir því sem ég gerði. Ég sveik marga en ég hef verið dæmdur fyrir þau brot og tekið út minn dóm. Nú er ég breyttur maður,“ segir Halldór Viðar. Nú er Halldór kominn til Íslands og ætlar sér stóra hluti í fyrirtækjarekstri. Nú reynir hann að koma upp fyrirtækinu TimeShareIceland og auglýsir eftir meðeiganda af fyrirtækinu. Fyrirtækið er samkvæmt Halldóri fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið býður útlendingum að eignast hluta í fasteignum á Íslandi á mjög sanngjörnu verði. Þannig geti fólk keypt hluta í húsi og notað það í eina til tvær vikur á ári. Það sem skiptir hinsvegar miklu máli er að fyrirtækið á enga fasteign eins og staðan er núna. Að mati Halldórs mun það einungis vera tímaspursmál hvenær fyrirtækið eignist íbúðir til að selja útlendingum. Bergljót segir Halldór Viðar hafa kássast upp á rangan aðila. „Hann mun ekki komast upp með það að stela af mér peningum. Ég mun ekki sitjaog horfa á það þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú þegar kært málið til lögreglu og veitt þeim gögn um samskipti mín við Halldór sem ég á skrifuð.“ segir Bergljót.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira