Álskip og repjurækt kolefnislosi flotann Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2015 19:00 Jón Bernódusson skipaverkfræðingur er fagstjóri rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. Þetta er eitt stærsta verkefnið framundan í umhverfismálum þjóðarinnar en íslenski skipa- og bátaflotinn losar álíka mikið og öll samgöngutæki á landi. Það er einmitt verkefnið sem ráðgjafahópurinn hefur verið að fást við undanfarin ár undir forystu Jóns Bernódussonar, fagstjóra rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Í hópnum sitja nokkrir af reyndustu fagmönnum þjóðarinnar á þessu sviði; skipaverkfræðingur, vélfræðingur, byggingaverkfræðingur, efnaverkfræðingur og vélaverkfræðingur.Ráðgjafahópurinn á fundi í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrsta tillagan er að Íslendingar rækti repju og framleiði úr henni lífdísil, eins og gert var á Þorvaldseyri, þar sem traktor gekk á repjuolíu, en hana má einnig nota á báta. „Það er eldsneyti sem passar á vélarnar í dag og þá getum við byrjað strax,“ segir Jón Bernódusson skipaverkfræðingur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lífdísill sé þegar orðinn íblöndun, með 5% fyrir umferð í landi og erlendis séu dæmi um 7% hlutfall. Jón telur að með því að nota repju til uppgræðslu gætu Íslendingar slegið tvær flugur í einu höggi og í raun framleitt alla þá olíu sem flotinn þyrfti. Meðan repjan vaxi taki hver hektari í sig að meðaltali sex tonn af CO 2. Við bruna skili hún svo þremur tonnum til baka. „Þannig að við erum að tala um tvöfalda kolefnisjöfnun,“ segir Jón. Smábátar úr trefjaplasti gætu síðan skipt yfir á rafmótora en með varavél sem gengi þá fyrir lífdísil. „Síðan er möguleiki, eins og menn eru að gera í Noregi, að vera með aðeins stærri skip, sem eru að sigla á milli fjarða, og eru þá úr áli, sem er léttara en stál. Þá ertu að keyra léttari skip á rafmótorum, sem hefur alveg gengið og mun ganga,“ segir Jón.Norska rafferjan Ampere er úr áli, sem gerir hana helmingi léttari en hefðbundin stálskip.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eftir góða reynslu af rafmagnsferju í Noregi hafa þarlend umhverfissamtök hvatt til þess að meginþorri norska ferjuflotans verði rafvæddur og að ferjurnar verði úr áli. Þannig verða þær léttari og eyða minni orku. Íslensku ráðgjafarnir telja að stærri skip yrðu áfram úr stáli, þar á meðal stærri togarar, en hvetja til að tekin verði skref í smíði álskipa. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur telur raunhæft að milli 800 og 900 minni skip í íslenska flotanum verði smíðuð úr áli. Eftir því sem skipin stækki verði hlutfall áls þó minna. Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Repjuolía og álskip samhliða rafvæðingu ættu að verða næstu skref Íslendinga til að minnka kolefnislosun skipaflotans, að mati ráðgjafahóps. Þetta er eitt stærsta verkefnið framundan í umhverfismálum þjóðarinnar en íslenski skipa- og bátaflotinn losar álíka mikið og öll samgöngutæki á landi. Það er einmitt verkefnið sem ráðgjafahópurinn hefur verið að fást við undanfarin ár undir forystu Jóns Bernódussonar, fagstjóra rannsókna og þróunar hjá Samgöngustofu. Í hópnum sitja nokkrir af reyndustu fagmönnum þjóðarinnar á þessu sviði; skipaverkfræðingur, vélfræðingur, byggingaverkfræðingur, efnaverkfræðingur og vélaverkfræðingur.Ráðgjafahópurinn á fundi í Hafnarfjarðarhöfn í dag.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrsta tillagan er að Íslendingar rækti repju og framleiði úr henni lífdísil, eins og gert var á Þorvaldseyri, þar sem traktor gekk á repjuolíu, en hana má einnig nota á báta. „Það er eldsneyti sem passar á vélarnar í dag og þá getum við byrjað strax,“ segir Jón Bernódusson skipaverkfræðingur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Lífdísill sé þegar orðinn íblöndun, með 5% fyrir umferð í landi og erlendis séu dæmi um 7% hlutfall. Jón telur að með því að nota repju til uppgræðslu gætu Íslendingar slegið tvær flugur í einu höggi og í raun framleitt alla þá olíu sem flotinn þyrfti. Meðan repjan vaxi taki hver hektari í sig að meðaltali sex tonn af CO 2. Við bruna skili hún svo þremur tonnum til baka. „Þannig að við erum að tala um tvöfalda kolefnisjöfnun,“ segir Jón. Smábátar úr trefjaplasti gætu síðan skipt yfir á rafmótora en með varavél sem gengi þá fyrir lífdísil. „Síðan er möguleiki, eins og menn eru að gera í Noregi, að vera með aðeins stærri skip, sem eru að sigla á milli fjarða, og eru þá úr áli, sem er léttara en stál. Þá ertu að keyra léttari skip á rafmótorum, sem hefur alveg gengið og mun ganga,“ segir Jón.Norska rafferjan Ampere er úr áli, sem gerir hana helmingi léttari en hefðbundin stálskip.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Eftir góða reynslu af rafmagnsferju í Noregi hafa þarlend umhverfissamtök hvatt til þess að meginþorri norska ferjuflotans verði rafvæddur og að ferjurnar verði úr áli. Þannig verða þær léttari og eyða minni orku. Íslensku ráðgjafarnir telja að stærri skip yrðu áfram úr stáli, þar á meðal stærri togarar, en hvetja til að tekin verði skref í smíði álskipa. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur telur raunhæft að milli 800 og 900 minni skip í íslenska flotanum verði smíðuð úr áli. Eftir því sem skipin stækki verði hlutfall áls þó minna.
Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51 Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar. 24. apríl 2010 18:53
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51
Íslenskir bændur verða olíuframleiðendur Íslenskir bændur ætla að verða olíubændur og eru byrjaðir að rækta lífrænt eldsneyti. Vél sem gengur fyrir jurtaeldsneyti, framleiddu á Íslandi, var ræst í fyrsta sinn í dag. 3. júní 2009 18:51
Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. 8. nóvember 2015 19:45