Alþingi á ekki að breyta tillögum stjórnlagaráðs BBI skrifar 21. október 2012 18:00 Þorvaldur Gylfason. Mynd/Vilhelm Þorvaldur Gylfason, meðlimur stjórnlagaráðs, heldur sig enn við þá skoðun að Alþingi eigi ekki að gera efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í ljósi þess afgerandi stuðnings sem tillögurnar hlutu hjá þjóðinni er rétt að þær fari að mestu leyti óbreyttar gegnum þingið að hans mati. Þorvaldur telur að Alþingi geti gert einhverjar breytingar á orðalagi. „En efnisbreytingar koma ekki til greina úr því að þjóðin hefur talað svona skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær," segir Þorvaldur. Þorvaldur bendir á að nú er fjögurra manna lögfræðingateymi að fara yfir frumvarp stjórnlagaráðs fyrir Alþingi. „Þeim var falið að stinga upp á orðalagsbreytingum ef þörf væri á en þeim var skýrt uppálagt að stinga ekki upp á neinum efnisbreytingum því það er ekki þeirra hlutverk," segir Þorvaldur.Hæstánægður með kjörsóknina Þorvaldur er himinlifandi með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Alþingi bað um leiðsögn og fékk eins skýra leiðsögn frá fólkinu í landinu og hugsast gat," segir hann. Honum finnst kjörsóknin í gær ekki varpa neinum skugga á niðurstöðuna eins og einhverjir telja, en kjörsókn í gær var í kringum 50%. „Það er mjög góð kjörsókn í atkvæðagreiðslu af þessu tagi. Þjóðaratkvæðagreiðslur um afmörkuð mál eru hálfgerðir munaðarleysingjar í þeim skilningi að þar hafa stjórnmálaflokkarnir enga frambjóðendur í kjöri. Þess vegna hafa þeir engan áhuga á að hvetja sitt fólk til að koma á kjörstað líkt og þeir verja miklum fjármunum til í alþingiskosningum. Svo þarna er ólíku saman að jafna," segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fróðlegt að líta til Sviss þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur fara gjarna fram um afmörkuð mál. „Meðalkjörsókn í þeim er 45%," segir hann. „Miðað við þennan samanburð, sem ég tel mjög sanngjarnan, megum við vel við una."Spurningin um þjóðkirkjuna skipti langminnstu máli Þjóðin virðist hafa verið sammála tillögum stjórnlagaráðs að öllu leyti nema því að flestir vilja hafa ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskránni, öfugt við það sem stjórnlagaráð lagði til. Þorvaldur segir að sú spurning hafi í raun skipt minnstu máli í atkvæðagreiðslunni. „Þetta þýðir bara að Alþingi gerir mjög einfalda breytingu á tillögunum, tekur út kirkjuákvæðið úr frumvarpinu og hefur kirkjuákvæðið sem er í núgildandi stjórnarskrá," segir hann. „Þetta er minniháttarfrávik. Ef það hefði verið frávik í hinum spurningunum hefði þurft að gera veigamiklar breytingar á tillögunum sem hefði verið mjög vandasamt. Alþingi hefur núna fengið skýr skilaboð um að það er ekki tilefni til slíkra breytinga." Tengdar fréttir Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21. október 2012 13:09 Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21. október 2012 13:26 Raunhæft að fullvinna stjórnarskrárfrumvarp í vetur Formaður Stjórnskipurnar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að hægt verði að klára fyrstu umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir jól. Formaðurinn er bjartsýn á að hægt verði að ljúka málinu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. 21. október 2012 14:11 Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 11:41 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þorvaldur Gylfason, meðlimur stjórnlagaráðs, heldur sig enn við þá skoðun að Alþingi eigi ekki að gera efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Í ljósi þess afgerandi stuðnings sem tillögurnar hlutu hjá þjóðinni er rétt að þær fari að mestu leyti óbreyttar gegnum þingið að hans mati. Þorvaldur telur að Alþingi geti gert einhverjar breytingar á orðalagi. „En efnisbreytingar koma ekki til greina úr því að þjóðin hefur talað svona skýrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær," segir Þorvaldur. Þorvaldur bendir á að nú er fjögurra manna lögfræðingateymi að fara yfir frumvarp stjórnlagaráðs fyrir Alþingi. „Þeim var falið að stinga upp á orðalagsbreytingum ef þörf væri á en þeim var skýrt uppálagt að stinga ekki upp á neinum efnisbreytingum því það er ekki þeirra hlutverk," segir Þorvaldur.Hæstánægður með kjörsóknina Þorvaldur er himinlifandi með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Alþingi bað um leiðsögn og fékk eins skýra leiðsögn frá fólkinu í landinu og hugsast gat," segir hann. Honum finnst kjörsóknin í gær ekki varpa neinum skugga á niðurstöðuna eins og einhverjir telja, en kjörsókn í gær var í kringum 50%. „Það er mjög góð kjörsókn í atkvæðagreiðslu af þessu tagi. Þjóðaratkvæðagreiðslur um afmörkuð mál eru hálfgerðir munaðarleysingjar í þeim skilningi að þar hafa stjórnmálaflokkarnir enga frambjóðendur í kjöri. Þess vegna hafa þeir engan áhuga á að hvetja sitt fólk til að koma á kjörstað líkt og þeir verja miklum fjármunum til í alþingiskosningum. Svo þarna er ólíku saman að jafna," segir Þorvaldur. Þorvaldur segir fróðlegt að líta til Sviss þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur fara gjarna fram um afmörkuð mál. „Meðalkjörsókn í þeim er 45%," segir hann. „Miðað við þennan samanburð, sem ég tel mjög sanngjarnan, megum við vel við una."Spurningin um þjóðkirkjuna skipti langminnstu máli Þjóðin virðist hafa verið sammála tillögum stjórnlagaráðs að öllu leyti nema því að flestir vilja hafa ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskránni, öfugt við það sem stjórnlagaráð lagði til. Þorvaldur segir að sú spurning hafi í raun skipt minnstu máli í atkvæðagreiðslunni. „Þetta þýðir bara að Alþingi gerir mjög einfalda breytingu á tillögunum, tekur út kirkjuákvæðið úr frumvarpinu og hefur kirkjuákvæðið sem er í núgildandi stjórnarskrá," segir hann. „Þetta er minniháttarfrávik. Ef það hefði verið frávik í hinum spurningunum hefði þurft að gera veigamiklar breytingar á tillögunum sem hefði verið mjög vandasamt. Alþingi hefur núna fengið skýr skilaboð um að það er ekki tilefni til slíkra breytinga."
Tengdar fréttir Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21. október 2012 13:09 Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21. október 2012 13:26 Raunhæft að fullvinna stjórnarskrárfrumvarp í vetur Formaður Stjórnskipurnar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að hægt verði að klára fyrstu umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir jól. Formaðurinn er bjartsýn á að hægt verði að ljúka málinu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. 21. október 2012 14:11 Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 11:41 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Meirihluti sagði já við öllu Meirihluti kjósenda virðist hafa sagt já við öllum spurningum á kjörseðlinum í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í gær. 21. október 2012 13:09
Jóhanna er stolt af þjóðinni Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þingmenn verði mjög bundnir af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs sökum þess hve afgerandi niðurstaðan var. 21. október 2012 13:26
Raunhæft að fullvinna stjórnarskrárfrumvarp í vetur Formaður Stjórnskipurnar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að hægt verði að klára fyrstu umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir jól. Formaðurinn er bjartsýn á að hægt verði að ljúka málinu fyrir Alþingiskosningarnar í vor. 21. október 2012 14:11
Salvör: Nú er mikilvægt að ná sátt um breytingar Formaður stjórnlagaráðs, Salvör Nordal, er sátt við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Hún telur mikilvægt að menn reyni nú að ná víðtækri samstöðu um þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á nýrri stjórnarskrá. 21. október 2012 11:41