Alvara lífsins tekur við Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. júní 2014 11:30 Þessi týpa Bækur: Þessi týpa Björg Magnúsdóttir JPV-útgáfa Fyrsta skáldsaga Bjargar Magnúsdóttur, Ekki þessi týpa, var hressilegt innlegg í íslenska skvísubókaflóru, fyndin og raunsönn. Nú sendir hún frá sér bókina Þessi týpa þar sem hún heldur áfram að segja sögu vinkvennanna fjögurra, Bryndísar, Regínu, Ingu og Tinnu, þar sem frá var horfið í fyrri bókinni. Þær stöllur hafa flestar stigið næsta skref í lífinu; Inga er á leið í hnapphelduna, Regína á von á stöðuhækkun og Tinna hefur stofnað eigið vefrit. Bryndís aftur á móti er ekki á góðum stað í lífinu eins og best sést á því að hún tekur aftur upp samband við örlagaaumingjann Gumma. Sú ákvörðun er reyndar frekar illa undirbyggð í sögunni og sömu sögu er að segja af fleiru sem fjallað er um. Björg tekur hér þann pól í hæðina að bregða upp örmyndum, sýna frekar en segja, og í sumum tilfellum verður það til þess að lesandinn er skilinn eftir í lausu lofti og nær ekki sambandi við það sem fram fer. Tónninn í bókinni er einnig mun dekkri en í þeirri fyrri, og hlátrasköllin víðsfjarri við lesturinn. Umfjöllunarefnin eru líka mun alvarlegri í þessari bók. Það er erfitt að gera nauðgun og afleiðingar hennar, stalkera, viðbrögð við nýjum maka foreldris og þær ómanneskjulegu kröfur sem brúðkaup gerir til brúðarinnar að gamanmálum. Björg fær fjöður í hattinn fyrir að velta upp þessum vandamálum sem ungar konur glíma við, en umfjöllunin er öll í skötulíki og sálarangistin sem slíkum hremmingum fylgir skilar sér illa til lesandans. Það er eins og höfundurinn kinoki sér við að fara alla leið og kafa í upplifanir vinkvennanna af þessum áföllum. Spurning hvort þar spili formúla skvísubókanna inn í, það þyki ekki hæfa að eyðileggja stemninguna með óhugnaði. Að þessu sögðu er rétt að árétta það að Þessi týpa er virðingarverð tilraun til að skila veruleika ungra kvenna á Íslandi inn í bókmenntirnar. Ágætlega skrifuð og persónurnar sympatískar, auk þess að vera týpur sem við öll könnumst við úr umhverfi okkar. Björg er fínasti penni með góðar hugmyndir og óskandi að hún haldi áfram að þróa stíl sinn og frásagnargleði án þess að láta hugmyndina um það hvernig skvísubækur „eigi“ að vera setja sér skorður.Niðurstaða: Framhald bókarinnar Ekki þessi týpa. Dekkri og alvarlegri og nær ekki alveg sama flugi og fyrri bókin. Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Þessi týpa Björg Magnúsdóttir JPV-útgáfa Fyrsta skáldsaga Bjargar Magnúsdóttur, Ekki þessi týpa, var hressilegt innlegg í íslenska skvísubókaflóru, fyndin og raunsönn. Nú sendir hún frá sér bókina Þessi týpa þar sem hún heldur áfram að segja sögu vinkvennanna fjögurra, Bryndísar, Regínu, Ingu og Tinnu, þar sem frá var horfið í fyrri bókinni. Þær stöllur hafa flestar stigið næsta skref í lífinu; Inga er á leið í hnapphelduna, Regína á von á stöðuhækkun og Tinna hefur stofnað eigið vefrit. Bryndís aftur á móti er ekki á góðum stað í lífinu eins og best sést á því að hún tekur aftur upp samband við örlagaaumingjann Gumma. Sú ákvörðun er reyndar frekar illa undirbyggð í sögunni og sömu sögu er að segja af fleiru sem fjallað er um. Björg tekur hér þann pól í hæðina að bregða upp örmyndum, sýna frekar en segja, og í sumum tilfellum verður það til þess að lesandinn er skilinn eftir í lausu lofti og nær ekki sambandi við það sem fram fer. Tónninn í bókinni er einnig mun dekkri en í þeirri fyrri, og hlátrasköllin víðsfjarri við lesturinn. Umfjöllunarefnin eru líka mun alvarlegri í þessari bók. Það er erfitt að gera nauðgun og afleiðingar hennar, stalkera, viðbrögð við nýjum maka foreldris og þær ómanneskjulegu kröfur sem brúðkaup gerir til brúðarinnar að gamanmálum. Björg fær fjöður í hattinn fyrir að velta upp þessum vandamálum sem ungar konur glíma við, en umfjöllunin er öll í skötulíki og sálarangistin sem slíkum hremmingum fylgir skilar sér illa til lesandans. Það er eins og höfundurinn kinoki sér við að fara alla leið og kafa í upplifanir vinkvennanna af þessum áföllum. Spurning hvort þar spili formúla skvísubókanna inn í, það þyki ekki hæfa að eyðileggja stemninguna með óhugnaði. Að þessu sögðu er rétt að árétta það að Þessi týpa er virðingarverð tilraun til að skila veruleika ungra kvenna á Íslandi inn í bókmenntirnar. Ágætlega skrifuð og persónurnar sympatískar, auk þess að vera týpur sem við öll könnumst við úr umhverfi okkar. Björg er fínasti penni með góðar hugmyndir og óskandi að hún haldi áfram að þróa stíl sinn og frásagnargleði án þess að láta hugmyndina um það hvernig skvísubækur „eigi“ að vera setja sér skorður.Niðurstaða: Framhald bókarinnar Ekki þessi týpa. Dekkri og alvarlegri og nær ekki alveg sama flugi og fyrri bókin.
Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira