Alvarleg staða íslenska heilbrigðiskerfisins og greining landlæknis á ummælum Þorbjörn Jónsson skrifar 9. júlí 2012 06:00 Í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn var frétt með fyrirsögninni ?Krefst greiningar á orðum um aflimun?. Þar er sagt að landlæknir skoði, að ósk velferðarráðherra, fullyrðingar formanns Læknafélags Íslands um að fjárskortur hafi verið orsök þess að taka þurfti fót af manni. Sagt er að velferðarráðherra hafi ritað landlækni bréf og óskað eftir greiningu á ummælum sem höfð voru eftir formanni Læknafélagsins í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í vikunni á undan. Mér var brugðið við að lesa þessa stórkarlalegu fyrirsögn. Það kom á óvart að sjá að viðtal við mig, þar sem ég ræði almennt um stöðu heilbrigðiskerfisins á niðurskurðartímum, skyldi verða velferðarráðherra tilefni til að kalla eftir sérstakri skoðun landlæknis. Bakgrunnurinn er að Ríkissjónvarpið ræddi við ættingja manns sem hafði gengið á milli lækna í 2 ár og ýmist verið sendur heim með verkjalyf eða til sjúkraþjálfara. Hann greindist síðar með æxli í fæti og varð að taka fótinn vegna þess. Ættingjar telja að mistök hafi leitt til þessa og kenna kerfinu og niðurskurði um, ekki heilbrigðisstarfsfólkinu. Þetta er athyglisvert viðhorf því oftast er heilbrigðisstarfsmönnum kennt um meint mistök, ekki kerfinu eða niðurskurði. Þessi afstaða ættingjanna ætti að vera velferðarráðherra og ráðuneyti hans verðugt umhugsunarefni. Síðar tók RÚV við mig viðtal sem formann Læknafélags Íslands. Læknafélagið er fag- og stéttarfélag og gætir ekki eingöngu hagsmuna lækna heldur stendur líka vörð um hag sjúklinga. Það lá alltaf fyrir að ég gæti ekki tjáð mig sérstaklega um mál mannsins, enda veit ég ekki meira um það en aðrir. Ummæli mín yrðu almenns eðlis um niðurskurðinn og afleiðingar hans. Þetta er augljóst ef ummæli mín eru lesin: ?Til dæmis á mínum vinnustað, á Landspítalanum, þá er búið að skera niður fjárveitingarnar um meira en 20% og það liggur í hlutarins eðli að þjónustan hlýtur að vera eitthvað hægari eða lakari heldur en þegar meiri fjármunir voru til ráðstöfunar.? Síðar segi ég: ?Nei, það liggur í augum uppi að þegar svona mikið fjármagn fer í burtu og vinnuálagið eykst svona mikið, þá er almennt hættan á að eitthvað fari úrskeiðis óhjákvæmilega meiri. Ég held að þetta sé orðið mjög krítískt og sparnaðurinn er búinn að ganga of langt og við verðum að snúa af þessari braut.? Það er augljóst að ég er ekki að tjá mig um mál þessa tiltekna sjúklings, heldur benda á að við verðum að snúa af óheillabraut niðurskurðar, sem leitt hefur okkur í hreinar ógöngur. Ummælin þarfnast því engrar sérstakar greiningar landlæknis eða annarra embættismanna. Ummæli mín eru lík ummælum annarra undanfarið. Vísa ég til Ólafs Baldurssonar, lækningaframkvæmdastjóra á Landspítalanum, sem sagði að fjárframlög til spítalans hefðu dregist saman um 20%, dregið hefði úr þjónustu og sífellt erfiðara verði að tryggja öryggi sjúklinga. Hann segir ekkert vit í því að halda áfram á braut niðurskurðar. Elísabet Benedikz, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, sagði í sjónvarpsviðtali að sjúklingum færi fjölgandi og komið væri að ?algerum þanmörkum?. Í ályktun læknaráðs heilsugæslunnar á Akureyri segir svo: ?Álagið á lækna er orðið þannig að reyndustu heimilislæknarnir eru komnir að þolmörkum. Samlög lækna eru löngu full og læknum ekki gert kleift að sinna störfum sínum sem skyldi.? Allt ber þetta að sama brunni, niðurskurðurinn er orðinn alltof mikill. Könnun á Landspítalanum haustið 2010 sýndi að 50-60% yngri lækna höfðu ekki tíma til að ljúka verkefnum þannig að þeir væru ánægðir með þau. Þriðjungur sérfræði- og yfirlækna var sama sinnis. Þetta er ekki ásættanlegt þegar um nákvæmnisvinnu er að ræða, eins og læknisstarfið er. Mistök og yfirsjónir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Það er samdóma álit þeirra sem fjalla um heilbrigðiskerfið að niðurskurður sé orðinn svo mikill að hann skaði heilbrigðiskerfið og ógni öryggi sjúklinga. Þetta ætti að vera yfirvöldum heilbrigðismála verulegt áhyggjuefni. Yfirvöld ættu að einbeita sér að því að efla heilbrigðiskerfið og auka fjárveitingar í stað þess að gera tortryggileg ummæli, sem sett voru fram í varnaðarskyni. Heilbrigðisráðherra er æðsti yfirmaður heilbrigðismála á Íslandi og hann á að vita hvað hrjáir heilbrigðiskerfið. Það á ekki að þurfa sérstaka greiningu á ummælum formanns Læknafélagsins til að komast að því hvar skórinn kreppir. Það var óþægilegt að frétta það við lestur dagblaða að ummæli mín um áhrif niðurskurðarins á heilbrigðiskerfið þörfnuðust að mati velferðarráðherra rannsóknar hjá landlækni. Við það er erfitt að una sem formaður Læknafélags Íslands. Eðlilegast hefði verið að velferðarráðherra eða trúnaðarmaður hans ræddi beint við mig ef ummæli mín voru óskýr, sem þau voru reyndar alls ekki. Þessu er varpað fram velferðarráðherra og ráðuneytinu til umhugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn var frétt með fyrirsögninni ?Krefst greiningar á orðum um aflimun?. Þar er sagt að landlæknir skoði, að ósk velferðarráðherra, fullyrðingar formanns Læknafélags Íslands um að fjárskortur hafi verið orsök þess að taka þurfti fót af manni. Sagt er að velferðarráðherra hafi ritað landlækni bréf og óskað eftir greiningu á ummælum sem höfð voru eftir formanni Læknafélagsins í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í vikunni á undan. Mér var brugðið við að lesa þessa stórkarlalegu fyrirsögn. Það kom á óvart að sjá að viðtal við mig, þar sem ég ræði almennt um stöðu heilbrigðiskerfisins á niðurskurðartímum, skyldi verða velferðarráðherra tilefni til að kalla eftir sérstakri skoðun landlæknis. Bakgrunnurinn er að Ríkissjónvarpið ræddi við ættingja manns sem hafði gengið á milli lækna í 2 ár og ýmist verið sendur heim með verkjalyf eða til sjúkraþjálfara. Hann greindist síðar með æxli í fæti og varð að taka fótinn vegna þess. Ættingjar telja að mistök hafi leitt til þessa og kenna kerfinu og niðurskurði um, ekki heilbrigðisstarfsfólkinu. Þetta er athyglisvert viðhorf því oftast er heilbrigðisstarfsmönnum kennt um meint mistök, ekki kerfinu eða niðurskurði. Þessi afstaða ættingjanna ætti að vera velferðarráðherra og ráðuneyti hans verðugt umhugsunarefni. Síðar tók RÚV við mig viðtal sem formann Læknafélags Íslands. Læknafélagið er fag- og stéttarfélag og gætir ekki eingöngu hagsmuna lækna heldur stendur líka vörð um hag sjúklinga. Það lá alltaf fyrir að ég gæti ekki tjáð mig sérstaklega um mál mannsins, enda veit ég ekki meira um það en aðrir. Ummæli mín yrðu almenns eðlis um niðurskurðinn og afleiðingar hans. Þetta er augljóst ef ummæli mín eru lesin: ?Til dæmis á mínum vinnustað, á Landspítalanum, þá er búið að skera niður fjárveitingarnar um meira en 20% og það liggur í hlutarins eðli að þjónustan hlýtur að vera eitthvað hægari eða lakari heldur en þegar meiri fjármunir voru til ráðstöfunar.? Síðar segi ég: ?Nei, það liggur í augum uppi að þegar svona mikið fjármagn fer í burtu og vinnuálagið eykst svona mikið, þá er almennt hættan á að eitthvað fari úrskeiðis óhjákvæmilega meiri. Ég held að þetta sé orðið mjög krítískt og sparnaðurinn er búinn að ganga of langt og við verðum að snúa af þessari braut.? Það er augljóst að ég er ekki að tjá mig um mál þessa tiltekna sjúklings, heldur benda á að við verðum að snúa af óheillabraut niðurskurðar, sem leitt hefur okkur í hreinar ógöngur. Ummælin þarfnast því engrar sérstakar greiningar landlæknis eða annarra embættismanna. Ummæli mín eru lík ummælum annarra undanfarið. Vísa ég til Ólafs Baldurssonar, lækningaframkvæmdastjóra á Landspítalanum, sem sagði að fjárframlög til spítalans hefðu dregist saman um 20%, dregið hefði úr þjónustu og sífellt erfiðara verði að tryggja öryggi sjúklinga. Hann segir ekkert vit í því að halda áfram á braut niðurskurðar. Elísabet Benedikz, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, sagði í sjónvarpsviðtali að sjúklingum færi fjölgandi og komið væri að ?algerum þanmörkum?. Í ályktun læknaráðs heilsugæslunnar á Akureyri segir svo: ?Álagið á lækna er orðið þannig að reyndustu heimilislæknarnir eru komnir að þolmörkum. Samlög lækna eru löngu full og læknum ekki gert kleift að sinna störfum sínum sem skyldi.? Allt ber þetta að sama brunni, niðurskurðurinn er orðinn alltof mikill. Könnun á Landspítalanum haustið 2010 sýndi að 50-60% yngri lækna höfðu ekki tíma til að ljúka verkefnum þannig að þeir væru ánægðir með þau. Þriðjungur sérfræði- og yfirlækna var sama sinnis. Þetta er ekki ásættanlegt þegar um nákvæmnisvinnu er að ræða, eins og læknisstarfið er. Mistök og yfirsjónir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Það er samdóma álit þeirra sem fjalla um heilbrigðiskerfið að niðurskurður sé orðinn svo mikill að hann skaði heilbrigðiskerfið og ógni öryggi sjúklinga. Þetta ætti að vera yfirvöldum heilbrigðismála verulegt áhyggjuefni. Yfirvöld ættu að einbeita sér að því að efla heilbrigðiskerfið og auka fjárveitingar í stað þess að gera tortryggileg ummæli, sem sett voru fram í varnaðarskyni. Heilbrigðisráðherra er æðsti yfirmaður heilbrigðismála á Íslandi og hann á að vita hvað hrjáir heilbrigðiskerfið. Það á ekki að þurfa sérstaka greiningu á ummælum formanns Læknafélagsins til að komast að því hvar skórinn kreppir. Það var óþægilegt að frétta það við lestur dagblaða að ummæli mín um áhrif niðurskurðarins á heilbrigðiskerfið þörfnuðust að mati velferðarráðherra rannsóknar hjá landlækni. Við það er erfitt að una sem formaður Læknafélags Íslands. Eðlilegast hefði verið að velferðarráðherra eða trúnaðarmaður hans ræddi beint við mig ef ummæli mín voru óskýr, sem þau voru reyndar alls ekki. Þessu er varpað fram velferðarráðherra og ráðuneytinu til umhugsunar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun