Alvarleg staða tónlistarskóla í Reykjavík – hvar liggur ábyrgðin? Kristinn Örn Kristinsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Árið 2011 var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms, sem fól í sér að ríkið setti aukafjármagn til framhaldsnáms í tónlist, meðal annars til að jafna aðstöðumun vegna búsetu. Þess þurfti með vegna þess að nemendur úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og utan af landi gátu ekki lengur stundað framhaldsnám í höfuðborginni ef þeir áttu ekki þar lögheimili. Fjárframlag ríkisins fór í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem síðan deildi fjárframlögum til sveitarfélaganna og þau áfram til skólanna. Fljótt kom í ljós að fjármagnið dugði ekki til að standa undir launakostnaði við alla framhaldsnemendur á landinu. Einnig varð ljóst að framkvæmd samkomulagsins þróaðist á þann veg að tónlistarskólunum í Reykjavík sem kenndu á efri stigum stóð stórhætta af.Samkomulag til eflingar tónlistarnámi snerist í andhverfu sína Reykjavíkurborg túlkaði samkomulagið á þann veg að ríkið hefði tekið yfir ábyrgð á fjármögnun framhaldsstigs í hljóðfæraleik og miðstigs í söng og tók fjármagn þess málaflokks út af sínum fjárlögum. Þar með var „efling tónlistarnáms“ úr sögunni. Útfærslunni hefur verið líkt við hengingaról tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna á efri stigum. Það versta við framkvæmdina í Reykjavík er að skólarnir hafa ekki fengið að vita hve hátt hlutfall af kostnaði hvers nemanda þeir fá greitt fyrr en í desember ár hvert, þegar sex mánuðir eru liðnir frá inntöku nemenda, þrír mánuðir búnir af skólaárinu og þrír mánuðir í viðbót bundnir samkvæmt kjarasamningum. Það gefur augaleið að við slíka rekstraróvissu geta skólarnir ekki búið. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa ítrekað leitað eftir að gerðir yrðu þjónustusamningar um framhaldsstigið til að eyða þessari óvissu en á það hefur ekki verið hlustað. Einhver kynni að spyrja, af hverju fækka skólarnir þá ekki nemendum? Vegna þess að það er engin trygging fyrir betri afkomu; ef nemendum fjölgar utan Reykjavíkur minnkar framlag á hvern nemanda í Reykjavík, auk þess sem skólagjöld tapast. Með þjónustusamningi um fulla fjármögnun lágmarksfjölda nemenda hefðu skólarnir getað gert raunhæfar rekstraráætlanir, við aðstæður undanfarinna fjögurra ára hefur það verið ógerlegt. Á hverjum lendir svo aukinn kostnaður vegna kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerir ásamt öðrum sveitarfélögum við stéttarfélög kennara? Á skólunum sjálfum, Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að ríkið beri ábyrgð á fjármögnun þessa námstigs. Reykjavíkurborg er því aðili að hækkun á kjarasamningum sem hún neitar að bera kostnað af! Í fjögur ár hefur STÍR barist fyrir að leiðrétta þetta ástand, og svör Reykjavíkurborgar hafa ávallt verið á þann veg að nú væri þetta á ábyrgð ríkisins og vísað til lögfræðiálits. Á endanum kom í ljós við nánari athugun að umrætt lögfræðiálit var ekki til.Kúvending – seglum hagað eftir vindi? En bíðum við. Svo fer Tónlistarskólinn í Reykjavík í mál við borgina vegna vangoldinna launastyrkja, til að fá úr því skorið hver beri ábyrgð á skólunum. [Mál nr. E-1033/2015] Þá ber svo við að málflutningur borgarlögmanns byggist á því að enda þótt sveitarfélögin beri ábyrgð á tónlistarskólunum, sé ekki í lögum lögð skylda á sveitarfélög að bjóða upp á tónlistarnám og þau geti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu sé háttað! Reykjavíkurborg var sýknuð af fjárkröfum. Hins vegar segir í dómnum að sú ákvörðun fjárframlags sem borgin viðhafði með því að binda það við fjárhæð þeirrar greiðslu sem íslenska ríkið hafði fallist á að styrkja sveitarfélagið um vegna umræddrar kennslu geti vart talist í samræmi við fyrirmæli laga. Enda óupplýst í málinu hvaða tengsl sú fjárhæð hafi haft við rekstraráætlun skólans eða rekstrarforsendur eins og reiknað er með í lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Samkvæmt þessu var það meðvituð ákvörðun borgarinnar að styðja ekki framhaldsstigið, sem hún vissi þó að væri á þeirra ábyrgð. Á meðan var fulltrúum tónlistarskólanna sagt að þeim væri nær að aðstoða borgina við að sækja þessa peninga til ríkisins, fremur en að herja á borgina, þar sem ábyrgðin lægi hjá ríkinu. Undirritaður sat í rýnihópi um rekstrar- og fjárhagsúttekt á tónlistarskólunum í Reykjavík í júní 2014. Þar segir um veikleika tónlistarskólanna: „Fjárhagslegur rekstrargrundvöllur ýmist að bresta eða brostinn.“ Þetta var fyrir átján mánuðum og ástandið hefur ekki skánað síðan, það hefur sett dapurlegan svip á starf þeirra skóla sem kenna mest á efri stigum. Þegar hefur einn skóli sagt upp öllum kennurum sínum. Hver ber ábyrgð? Samkvæmt málflutningi borgarlögmanns nú nýverið hefur samkomulagið frá 2011 ekki breytt ábyrgð borgarinnar gagnvart tónlistarskólunum, samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Til grundvallar liggi meðvituð ákvörðun borgarinnar um að leggja ekki fé úr eigin sjóðum til tónlistarkennslu á framhaldsstigi. Hvar og með hvaða hætti sú ákvörðun var tekin liggur ekki ljóst fyrir. Er þetta formleg stefna þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2011 var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms, sem fól í sér að ríkið setti aukafjármagn til framhaldsnáms í tónlist, meðal annars til að jafna aðstöðumun vegna búsetu. Þess þurfti með vegna þess að nemendur úr nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og utan af landi gátu ekki lengur stundað framhaldsnám í höfuðborginni ef þeir áttu ekki þar lögheimili. Fjárframlag ríkisins fór í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem síðan deildi fjárframlögum til sveitarfélaganna og þau áfram til skólanna. Fljótt kom í ljós að fjármagnið dugði ekki til að standa undir launakostnaði við alla framhaldsnemendur á landinu. Einnig varð ljóst að framkvæmd samkomulagsins þróaðist á þann veg að tónlistarskólunum í Reykjavík sem kenndu á efri stigum stóð stórhætta af.Samkomulag til eflingar tónlistarnámi snerist í andhverfu sína Reykjavíkurborg túlkaði samkomulagið á þann veg að ríkið hefði tekið yfir ábyrgð á fjármögnun framhaldsstigs í hljóðfæraleik og miðstigs í söng og tók fjármagn þess málaflokks út af sínum fjárlögum. Þar með var „efling tónlistarnáms“ úr sögunni. Útfærslunni hefur verið líkt við hengingaról tónlistarskóla í Reykjavík sem kenna á efri stigum. Það versta við framkvæmdina í Reykjavík er að skólarnir hafa ekki fengið að vita hve hátt hlutfall af kostnaði hvers nemanda þeir fá greitt fyrr en í desember ár hvert, þegar sex mánuðir eru liðnir frá inntöku nemenda, þrír mánuðir búnir af skólaárinu og þrír mánuðir í viðbót bundnir samkvæmt kjarasamningum. Það gefur augaleið að við slíka rekstraróvissu geta skólarnir ekki búið. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa ítrekað leitað eftir að gerðir yrðu þjónustusamningar um framhaldsstigið til að eyða þessari óvissu en á það hefur ekki verið hlustað. Einhver kynni að spyrja, af hverju fækka skólarnir þá ekki nemendum? Vegna þess að það er engin trygging fyrir betri afkomu; ef nemendum fjölgar utan Reykjavíkur minnkar framlag á hvern nemanda í Reykjavík, auk þess sem skólagjöld tapast. Með þjónustusamningi um fulla fjármögnun lágmarksfjölda nemenda hefðu skólarnir getað gert raunhæfar rekstraráætlanir, við aðstæður undanfarinna fjögurra ára hefur það verið ógerlegt. Á hverjum lendir svo aukinn kostnaður vegna kjarasamninga sem Reykjavíkurborg gerir ásamt öðrum sveitarfélögum við stéttarfélög kennara? Á skólunum sjálfum, Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að ríkið beri ábyrgð á fjármögnun þessa námstigs. Reykjavíkurborg er því aðili að hækkun á kjarasamningum sem hún neitar að bera kostnað af! Í fjögur ár hefur STÍR barist fyrir að leiðrétta þetta ástand, og svör Reykjavíkurborgar hafa ávallt verið á þann veg að nú væri þetta á ábyrgð ríkisins og vísað til lögfræðiálits. Á endanum kom í ljós við nánari athugun að umrætt lögfræðiálit var ekki til.Kúvending – seglum hagað eftir vindi? En bíðum við. Svo fer Tónlistarskólinn í Reykjavík í mál við borgina vegna vangoldinna launastyrkja, til að fá úr því skorið hver beri ábyrgð á skólunum. [Mál nr. E-1033/2015] Þá ber svo við að málflutningur borgarlögmanns byggist á því að enda þótt sveitarfélögin beri ábyrgð á tónlistarskólunum, sé ekki í lögum lögð skylda á sveitarfélög að bjóða upp á tónlistarnám og þau geti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu sé háttað! Reykjavíkurborg var sýknuð af fjárkröfum. Hins vegar segir í dómnum að sú ákvörðun fjárframlags sem borgin viðhafði með því að binda það við fjárhæð þeirrar greiðslu sem íslenska ríkið hafði fallist á að styrkja sveitarfélagið um vegna umræddrar kennslu geti vart talist í samræmi við fyrirmæli laga. Enda óupplýst í málinu hvaða tengsl sú fjárhæð hafi haft við rekstraráætlun skólans eða rekstrarforsendur eins og reiknað er með í lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Samkvæmt þessu var það meðvituð ákvörðun borgarinnar að styðja ekki framhaldsstigið, sem hún vissi þó að væri á þeirra ábyrgð. Á meðan var fulltrúum tónlistarskólanna sagt að þeim væri nær að aðstoða borgina við að sækja þessa peninga til ríkisins, fremur en að herja á borgina, þar sem ábyrgðin lægi hjá ríkinu. Undirritaður sat í rýnihópi um rekstrar- og fjárhagsúttekt á tónlistarskólunum í Reykjavík í júní 2014. Þar segir um veikleika tónlistarskólanna: „Fjárhagslegur rekstrargrundvöllur ýmist að bresta eða brostinn.“ Þetta var fyrir átján mánuðum og ástandið hefur ekki skánað síðan, það hefur sett dapurlegan svip á starf þeirra skóla sem kenna mest á efri stigum. Þegar hefur einn skóli sagt upp öllum kennurum sínum. Hver ber ábyrgð? Samkvæmt málflutningi borgarlögmanns nú nýverið hefur samkomulagið frá 2011 ekki breytt ábyrgð borgarinnar gagnvart tónlistarskólunum, samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Til grundvallar liggi meðvituð ákvörðun borgarinnar um að leggja ekki fé úr eigin sjóðum til tónlistarkennslu á framhaldsstigi. Hvar og með hvaða hætti sú ákvörðun var tekin liggur ekki ljóst fyrir. Er þetta formleg stefna þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn?
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun