Innlent

Alvarlegar truflanir á orkukerfum

Alvarlegar truflanir urðu í orkukerfum á Suðvesturlandi upp úr klukkan sex í gærkvöldi, þegar svonefndur yfirsláttur varð í búnaði í tengivirki Landsnets í Hvalfirði vegna ísingar og seltu.

Rafmagn fór af álverinu á Grundartanga í fjórar klukkustundir og lengur í Járnblendiverksmiðjunni. Rafmagnslaust varð víða á Vesturlandi, Vestfjörðum og sumsstaðar á Suðurlandi og heitavatnsdælur í Hellisheiðarvrikjun slóu út vegna raftruflana.

Það truflaði dælingu til höfuðborgarsvæðisins og um tíma í gærkvöldi var alveg heitavatnslaust í Borgarnesi, á Akranesi, í Þorlákshöfn og Ölfusi.

Þá var Hvalfjarðargöngum tvívegis lokað í gærkvöldi vegna rafmagnsleysis. Þrjú högg komu á rafkerfið, það síðasta laust fyrir háflt tíu. Notendur urðu varir við flökt á ljósum þar sem rafmagnið fór ekki alveg, og raftæki slógu jafnvel út.

Fjölmennt viðgerðarlið Landsnets og Orkuveitunnar unnu að viðgerðum fram á nótt, en upp úr miðnætti var allstaðar komið rafmagn. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort tjón hlaust af þessum truflunum, nema hvað framleiðslutjón hefur orðið hjá stóriðjunni við Hvalfjörð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×