Alvarlegt atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum Magnus Gissler og Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2014 07:00 Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun