Alvarlegt ef Reykjanesbær afsalar sér meirihlutavaldi í HS veitum Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:37 Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira