Alvarlegt ef Reykjanesbær afsalar sér meirihlutavaldi í HS veitum Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:37 Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira