Alveg óvíst hver endanleg upphæð verður Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 19:08 „Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu. Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
„Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu.
Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25
Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18
Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07
Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45
Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39
Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17
Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00