Alvogen fjárfestir fyrir 25 milljarða í Vatnsmýri Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. september 2013 17:47 Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 15–19 vegna Vísindagarða. Á lóðinni, sem er tæpir sjö þúsund fermetrar, fyrirhugar alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu en þar verður starfrækt Hátæknisetur í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Alvogen hyggst hefja framkvæmdir við Hátæknisetrið fyrir árslok og stefnt er að því að húsið verði fullbúið innan tveggja ára. Verkefnið felur í sér eina stærstu fjárfestingu einkafyrirtækis á Íslandi frá hruni. Heildarfjárfesting Alvogen vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talið uppbygging á aðstöðu á Íslandi fyrir um 6 milljarða króna. Hátæknisetrið mun hýsa alþjóðlegar skrifstofur Alvogen. Þar mun einnig fara fram þróun- og framleiðsla líftæknilyfja. Í Hátæknisetrinu munu um 200 starfsmenn Alvogen starfa á næstu árum. „Þetta er tímamótamál og gífurlegt fagnaðarefni fyrir Reykjavík. Í fyrsta lagi hefur Reykjavík orðið ofan á í alþjóðlegri samkeppni um að ná þessari mikilvægu starfsemi og fjárfestingu til sín. Það sýnir hvað hægt er að gera með nánu samstarfi borgarinnar og háskólanna. Í öðru lagi er þetta stærsta beina erlenda fjárfesting á Íslandi frá hruni. Síðast en ekki síst er þetta upphafið að uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Sú uppbygging felur í sér nýtt og spennandi nýsköpunarsetur og mikla innspýtingu í þekkingarhagkerfi borgarinnar með nýjan stóran vinnustað fyrir 200 starfsmenn í hátækniiðnaði. Öll þessi atriði eru í fullkomnu samræmi við nýja atvinnustefnu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs.Þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag og seljast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári. Undanfarna mánuði hefur Alvogen lagt mat á ákjósanlega staðsetningu fyrir starfsemina og þykir Ísland nú ákjósanlegasti staðurinn fyrir byggingu Hátækniseturs. Ýmsir þættir hafa hinsvegar áhrif á endanlega niðurstöðu, s.s. leyfisveitingar. Hátæknisetrið verður rekið sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og mun Alvogen m.a. hafa samstarf við deildir og stofnanir innan Háskóla Íslands, þar á meðal verkfræðideildir og lyfjafræðideild skólans. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands og við fögnum mjög fyrirhuguðu samstarfi við Alvogen og Reykjavíkurborg. Með þessu verkefni getur skólinn hagnýtt gríðarlega þekkingu sem hefur byggst upp í áratuga kennslu- og rannsóknarstarfi. Samstarf af þessu tagi er gott dæmi um með hvaða hætti skólinn getur komið með beinum hætti að uppbyggingu verðmæta- og gjaldeyrisskapandi atvinnugreina á sama tíma og stórkostleg tækifæri skapast fyrir nemendur og vísindamenn í mörgum greinum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.Hilmar B. Janusson, stjórnarformaður Vísindagarða og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands segir að það skipti háskólann miklu að Alvogen velji hann til væntanlegs samstarfs. „Ísland var einn af fleiri kostum sem fyrirtækinu stóð til boða við þessa uppbyggingu. Það er til marks um þá miklu þekkingu sem byggð hefur verið upp hér í landinu að fyrirtækið vilji byggja upp þessa starfsemi í tengslum við háskólann hér,“ segir Hilmar.Ísland ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun Dr. Fjalar Kristjánsson, framkvæmdastjóri tækni- og gæðasviðs Alvogen, mun stýra hönnun og uppbyggingu setursins, sem m.a. hefur verið unnin í samstarfi við íslensk fyrirtæki. Dr. Fjalar hefur áratuga reynslu af lyfjageiranum og hefur verið lykilstjórnandi hjá Alvogen, Actavis og Delta. Erlendir lykilstjórnendur með áratuga reynslu á sviði líftæknilyfja hafa einnig verið ráðnir til Alvogen og munu styðja við vöxt félagsins á þessu sviði. „Ísland er ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun þar sem einkaleyfaumhverfi hér á landi gerir fyrirtækjum kleift að hefja þróun og framleiðslu lyfja áður en einkaleyfi þeirra renna út. Þetta skapar ákveðið samkeppnisforskot fyrir Alvogen á heimsvísu. Við sjáum því mikil tækifæri á þessu sviði og áhugavert er að byggja upp slíka starfsemi á Íslandi. Við vonumst til að þetta verkefni nái fram að ganga og stjórn félagsins mun taka lokaákvörðun um málið þegar allir fyrirvarar eru frágengnir,“ segir Fjalar. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 15–19 vegna Vísindagarða. Á lóðinni, sem er tæpir sjö þúsund fermetrar, fyrirhugar alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu en þar verður starfrækt Hátæknisetur í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Alvogen hyggst hefja framkvæmdir við Hátæknisetrið fyrir árslok og stefnt er að því að húsið verði fullbúið innan tveggja ára. Verkefnið felur í sér eina stærstu fjárfestingu einkafyrirtækis á Íslandi frá hruni. Heildarfjárfesting Alvogen vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talið uppbygging á aðstöðu á Íslandi fyrir um 6 milljarða króna. Hátæknisetrið mun hýsa alþjóðlegar skrifstofur Alvogen. Þar mun einnig fara fram þróun- og framleiðsla líftæknilyfja. Í Hátæknisetrinu munu um 200 starfsmenn Alvogen starfa á næstu árum. „Þetta er tímamótamál og gífurlegt fagnaðarefni fyrir Reykjavík. Í fyrsta lagi hefur Reykjavík orðið ofan á í alþjóðlegri samkeppni um að ná þessari mikilvægu starfsemi og fjárfestingu til sín. Það sýnir hvað hægt er að gera með nánu samstarfi borgarinnar og háskólanna. Í öðru lagi er þetta stærsta beina erlenda fjárfesting á Íslandi frá hruni. Síðast en ekki síst er þetta upphafið að uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Sú uppbygging felur í sér nýtt og spennandi nýsköpunarsetur og mikla innspýtingu í þekkingarhagkerfi borgarinnar með nýjan stóran vinnustað fyrir 200 starfsmenn í hátækniiðnaði. Öll þessi atriði eru í fullkomnu samræmi við nýja atvinnustefnu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs.Þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag og seljast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári. Undanfarna mánuði hefur Alvogen lagt mat á ákjósanlega staðsetningu fyrir starfsemina og þykir Ísland nú ákjósanlegasti staðurinn fyrir byggingu Hátækniseturs. Ýmsir þættir hafa hinsvegar áhrif á endanlega niðurstöðu, s.s. leyfisveitingar. Hátæknisetrið verður rekið sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og mun Alvogen m.a. hafa samstarf við deildir og stofnanir innan Háskóla Íslands, þar á meðal verkfræðideildir og lyfjafræðideild skólans. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands og við fögnum mjög fyrirhuguðu samstarfi við Alvogen og Reykjavíkurborg. Með þessu verkefni getur skólinn hagnýtt gríðarlega þekkingu sem hefur byggst upp í áratuga kennslu- og rannsóknarstarfi. Samstarf af þessu tagi er gott dæmi um með hvaða hætti skólinn getur komið með beinum hætti að uppbyggingu verðmæta- og gjaldeyrisskapandi atvinnugreina á sama tíma og stórkostleg tækifæri skapast fyrir nemendur og vísindamenn í mörgum greinum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.Hilmar B. Janusson, stjórnarformaður Vísindagarða og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands segir að það skipti háskólann miklu að Alvogen velji hann til væntanlegs samstarfs. „Ísland var einn af fleiri kostum sem fyrirtækinu stóð til boða við þessa uppbyggingu. Það er til marks um þá miklu þekkingu sem byggð hefur verið upp hér í landinu að fyrirtækið vilji byggja upp þessa starfsemi í tengslum við háskólann hér,“ segir Hilmar.Ísland ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun Dr. Fjalar Kristjánsson, framkvæmdastjóri tækni- og gæðasviðs Alvogen, mun stýra hönnun og uppbyggingu setursins, sem m.a. hefur verið unnin í samstarfi við íslensk fyrirtæki. Dr. Fjalar hefur áratuga reynslu af lyfjageiranum og hefur verið lykilstjórnandi hjá Alvogen, Actavis og Delta. Erlendir lykilstjórnendur með áratuga reynslu á sviði líftæknilyfja hafa einnig verið ráðnir til Alvogen og munu styðja við vöxt félagsins á þessu sviði. „Ísland er ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun þar sem einkaleyfaumhverfi hér á landi gerir fyrirtækjum kleift að hefja þróun og framleiðslu lyfja áður en einkaleyfi þeirra renna út. Þetta skapar ákveðið samkeppnisforskot fyrir Alvogen á heimsvísu. Við sjáum því mikil tækifæri á þessu sviði og áhugavert er að byggja upp slíka starfsemi á Íslandi. Við vonumst til að þetta verkefni nái fram að ganga og stjórn félagsins mun taka lokaákvörðun um málið þegar allir fyrirvarar eru frágengnir,“ segir Fjalar.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira