Fótbolti

Ambrosini: Engar stjörnur til að redda okkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
AC Milan hefur tapað tveimur fyrstu heimaleikjum sínum í efstu deild ítalska boltans á þessari leiktíð. Í gærkvöldi lá liðið 1-0 gegn Atalanta á San Siro.

Luca Cigarini skoraði eina mark gestanna á 64. mínútu og sá til þess að stuðningsmenn Milan upplifðu tvö töp í fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins í fyrsta sinn síðan tímabilið 1930-1931.

„Við vorum vanir því að hafa fjölmarga frábæra leikmenn í liðinu svo við gátum beðið eftir því að þeir redduðu hlutunum. Þannig er hlutunum ekki lengur háttað," sagði Massimo Ambrosini miðjumaður og fyrirliði að leik loknum í gær.

Milan tapaði í fyrstu umferð heima gegn Sampdoria en vann svo útisigur á Bologna í næstu umferð. Síðast þegar Milan tókst ekki að skora í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum á tímabilinu féll liðið. Það var leiktíðina 1980-1981.

Meðal leikmanna sem yfirgáfu AC Milan fyrir þessa leiktíð eru:

Zlatan Ibrahimovic

Thiago Silva

Clarence Seedorf

Gennaro Gattuso

Mark van Bommel

Alessandro Nesta

Antonio Cassano




Fleiri fréttir

Sjá meira


×