Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 20:48 Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“ Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“
Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira