Andrea styður þjóðaratkvæðagreiðslu um samband ríkis og kirkju BBI skrifar 26. júní 2012 21:20 Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir. Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Andrea Ólafsdóttir fær ekki skilið hvers vegna ekki hefur verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samband ríkis og kirkju. „Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það," segir hún. Samband ríkis og kirkju er stórt og umdeilt mál meðal þjóðarinnar. Andreu finnst sjálfsagt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nokkur stór mál af þessum toga. „Svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi," segir hún Andrea aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hún kýs að halda trúarskoðunum sínum að mestu leyti fyrir sjálfa sig og vill meina að hún geti ekki útskýrt þær með berum orðum. Hún segist þó trúa á ákveðin gildi, til að mynda hugrekki, heiðarleika, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleika og ást. Í gær komst í hámæli að Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Í kjölfarið spurði fréttastofa meðframbjóðendur hennar um trúarskoðanir þeirra og leitaði eftir skoðunum þeirra á sambandi ríkis og kirkju.Hér að neðan eru svör Andreu í heild sinni Ég aðhyllist fullkomið trúfrelsi. Hvaða trú sem hver velur sér eða trúleysi þá er það frjálst val hvers einstaklings. Ég er mjög fráhverf trúboði með blóðsúthellingum og þvingunum því hver sá sem hefur trú á einhverju verður að hafa sitt frelsi og sjálfstæðan vilja til að trúa eða ekki trúa. Ég tel líka að fólk hafi rétt á því að halda trúarskoðunum sínum fyrir sig ef það kýs að gera það. Ég kýs að halda því út af fyrir mig því ég vil ekki og get ekki útskýrt það með berum orðum. Ég get þó sagt að ég aðhyllist og trúi á ákveðin gildi og það eru gildi eins og hugrekki, heiðarleiki, traust, réttlæti, mannúð, náungakærleikur og ást. Ég trúi á að lifa í samræmi við góð gildi og láta gott af mér leiða. Samband ríkis og kirkju er ekki órjúfanlegt og það á að vera í höndum þjóðarinnar að ákveða það. Það hefur verið í umræðunni í stjórnmálum mjög lengi, það kemur upp á landsfundum stjórnmálaflokka og annað slagið inn í samfélagslega umræðu. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við höfum ekki haldið þjóðaratkvæðagreislu um nokkur svona stór mál, að þessu meðtöldu, og förum síðan eftir henni. Mér finnst það sjálfsagt mál og þá til að fólkið sjálft taki ákvörðun um það - því svona stórar ákvarðanir eiga ekki að vera einungis í höndum 63 kjörinna fulltrúa á Alþingi. Þannig væri hægt að kjósa um nokkur mál í einu. Við eigum ekki að þurfa að deila um sömu málin árum eða áratugum saman - við eigum einfaldlega að kjósa um þau og taka ákvarðanir sem við fylgjum eftir.
Tengdar fréttir Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39 Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þóra er ekki kristinnar trúar Þóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar. Hún er ekki í þjóðkirkjunni og stendur utan trúfélaga. Þetta kom fram í umræðuþættinum Harmageddon á X-inu í dag. 25. júní 2012 23:39
Hannes trúir á Guð Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi, er kristinn og trúir á Guð. Þó hann sé ekki alltaf sammála því sem prestar segja í prédikunum sínum segir hann barnatrúna hafa hjálpað sér á erfiðum stundum. 26. júní 2012 21:38