Anna Kristín: "Þetta er sigur fyrir konur“ 20. júní 2012 15:40 Anna Kristín Ólafsdóttir „Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
„Þetta er áhugavert út af fyrir sig, það er ekki algengt að forsætisráðherra sé gert að borga einstaklingi miskabætur fyrir að ganga yfir hann á skítugum skónum," sagði Anna Kristín Ólafsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi verið að minnsta kosti jafn hæf til þess að gegna starfi skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. Sjálf var Anna Kristín stödd erlendis í fríi þegar Vísir náði tali af henni og hafði ekki lesið dóminn. Það var Arnar Þór Másson sem fékk starfið hjá forsætisráðuneytinu en valið stóð á milli hans og fjögurra kvenna, þar á meðal Önnu Kristínar. Ríkinu var gert að greiða henni hálfa milljón í miskabætur fyrir brotið. Ástæðan var ekki brot ráðuneytisins á jafnréttislögum þegar ráðið var í stöðuna, heldur viðbrögð þess við úrskurðinum þegar ráðuneytið birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem því var alfarið hafnað að ráðuneytið hefði brotið gegn jafnréttislögum. Á það var fallist að tilkynningin hafi verið niðurlægjandi fyrir Önnu Kristínu og því uppfyllti það skilyrði varðandi lög um miskabætur. Anna Kristín segir málið athyglisvert, ekki síst fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skiptið sem héraðsdómur staðfestir bindandi úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þannig hefði verið hægt að fresta réttaráhrifum málsins, hefði ráðuneytið áfrýjað málinu til dómstóla innan 30 daga, en það gerðu þau ekki og var því álitið bindandi. Anna Kristín bendir einnig á að fáránleiki málsins nái nokkrum hæðum, að hennar mati, þegar það er haft í huga að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, var í forsvari fyrir því að breyta lögum með þeim hætti að úrskurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu bindandi fyrir dómstólum. „Annars er ég mjög sátt við niðurstöðuna," segir Anna Kristín sem bætir við að það versta sé þó að ef málflutningur ríkislögmanns fyrir rétti standist, það er að hún hafi verið metin fimmta hæfust í starfið, þá hafi einnig verið brotið á þremur öðrum konum í þessu ferli. En eitt er Anna Kristín viss um, „þetta er sigur fyrir konur," segir hún um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Héraðsdómur: Jóhanna braut jafnréttislög Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu. Hún var umsækjandi um stöðu skrifstofustjóra hjá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór Másson var ráðinn í stöðuna. Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. 20. júní 2012 14:01