„Við vonumst til að ná samkomulagi í deilunni eftir að ný ríkisstjórn tekur við völdum í Hollandi," segir Gylfi í viðtalinu við Der Standard. „Ég von að ekki komi til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef kjósendur hafna samkomulagi í annað sinn væri það slæmt fyrir efnahag landsins. Ég veit ekki hvort ríkisstjórnin myndi lifa slíkt af."
Í fréttinni er síðan saga málsins rakin í stuttu máli en sem kunnugt er var Icesavesamkomulagið sem náðist fyrir áramótin fellt úr gildi með þjóðaratkvæðagreiðslunni í mars s.l.