Innlent

Annast ættleiðingar frá Búlgaríu

fanney birna jónsdóttir skrifar
Svanhildur Þorbjörnsdóttir lögfræðingur, Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, við undirritun í gær.
Svanhildur Þorbjörnsdóttir lögfræðingur, Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, við undirritun í gær. Mynd/Innanríkisráðuneytið
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa endurnýjað þjónustusamning sem á að gilda til 31. desember 2017.

Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem þessu tengist.

Í gær veitti ráðherra Íslenskri ættleiðingu jafnframt löggildingu til þess að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Búlgaríu, en löggildingin er veitt til þriggja ára.

Meðal verkefna Íslenskrar ættleiðingar er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×