Innlent

Annie kemur ekki til greina sem íþróttakona ársins

BBI skrifar
Crossfit er ekki flokkað sem íþróttagrein hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Það hefur í för með sér að Annie Mist Þórisdóttir, afrekskona í greininni kemur ekki til greina þegar íþróttamaður ársins verður valinn í vetur, jafnvel þó hún eigi góða möguleika á að vinna heimsmeistaratitil í greininni. Þegar þetta er skrifað eru þrjár þrautir eftir af heimsmeistaramótinu í crossfit og Annie er í fyrsta sæti með 59 stiga forystu og hefur þar með aukið forystu sína í dag.

Ástæðan fyrir því að crossfit flokkast ekki sem íþrótt er í stuttu máli sú að Alþjóðaólympíunefndin hefur ekki skilgreint greinina sem íþrótt, að sögn Líneyjar Rutar Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ. „Það er ekki til alþjóðasamband um crossfit sem viðurkennt er af nefndinni. Crossfit er frekar talið eins konar þjálfunaraðferðir," segir Líney. Íslendingar fylgja í spor Alþjóðaólympíunefndarinnar og telja crossfit ekki íþróttagrein.


Tengdar fréttir

Annie Mist komin í fyrsta sæti

Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu Reebok CrossFit Games. Síðasti dagur mótsins fer fram í dag. Síðan á miðvikudag hafa keppendur tekið þátt í ýmsum þrautum og framan af gekk Annie ekki sérlega vel. Á föstudaginn og í gær náði aftur á móti hún góðum sprettum, skaut sér upp stigatöfluna og upp í fyrsta sæti.

Annie Mist í gírnum

Annie Mist Þórisdóttir er komin á skrið á heimsmeistaramótinu Reebok CrossFit Games. Nú eru fjórar greinar eftir og hún er í fyrsta sæti með 46 stiga forystu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×