Viðskipti erlent

Apple fær einkaleyfi á tækninýjungum

Glerhjúpur iPhone snjallsímans þykir afar veikburða og brotnar auðveldlega.
Glerhjúpur iPhone snjallsímans þykir afar veikburða og brotnar auðveldlega. mynd/DIGITALTRENDS
Einkaleyfis barátta tölvurisans Apple heldur áfram en í vikunni náði fyrirtækið að tryggja einkarétt á þremur tækninýjungum.

Apple hefur verið afar iðið við að tryggja einkarétt á hugmyndum og tækniframförum. Um leið og hugmynd eða drög að nýjungum liggja fyrir er einkaleyfisumsókn gefin út.

Í vikunni gaf einkaleyfisskrifstofa Bandaríkjanna út þrjú ný leyfi til Apple. Hið fyrsta tekur til nýrrar tækni til að vernda bakhlið iPhone og iPad en glerhjúpur tækjanna er víðfrægur fyrir að brotna auðveldlega. Tæknin fellst í þunnum stalli sem blæs út þegar tækið fellur á jörðina. Hraðamælir tækisins nemur fallið svo að stallurinn þykknar og þéttir glerið svo að það brotni ekki.

Annað einkaleyfi Apple er á fjölnota hleðslutæki. Tækið er hannað til að hlaða mörg raftæki frá Apple í einu.

Þriðja og síðasta - og jafnframt hið dularfyllsta - er einkaleyfi á staðsetningarforriti sem Apple hefur þróað undanfarin ár. Líklegt þykir að forritið nýti upplýsingar úr umhverfi sínu og miðli þeim til notenda þjónustunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×