Kidd kominn í eigendahóp Everton Það virðist í tísku fyrir menn tengda NBA-deildinni í körfubolta að fjárfesta í enskum knattspyrnuliðum. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, er nýjasti til að stökkva á þessa tískubylgju. Enski boltinn 24.4.2025 23:32
Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. Enski boltinn 24.4.2025 12:46
Snýr aftur eftir lungnabólguna Knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur misst af síðustu þremur leikjum Newcastle en snýr nú aftur til starfa eftir sjúkrahúsdvöl vegna lungnabólgu. Enski boltinn 24.4.2025 10:30
Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum Liverpool og blaðamenn í Portúgal velta ástæðunni fyrir sér. Enski boltinn 23.4.2025 08:01
Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Þrátt fyrir að það segi í samningi Chelsea og Manchester United að fyrrnefnda félagið þurfi að kaupa Jadon Sancho endi Chelsea ofar en 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni þá er enn óvíst hvort Chelsea standi við samninginn. Enski boltinn 23.4.2025 07:02
Dramatík í Manchester Manchester City vann dramatískan 2-1 sigur á Aston Villa í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Leikurinn gæti skipt gríðarlega miklu máli er kemur að baráttunni um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. Enski boltinn 22.4.2025 18:32
United vill fá Cunha Manchester United hefur mikinn áhuga á Matheus Cunha, brasilíska framherjanum hjá Wolves. Enski boltinn 22.4.2025 13:47
Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Burnley tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta er í þriðja sinn sem knattspyrnustjórinn Scott Parker kemur liði upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun. Enski boltinn 22.4.2025 13:01
Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Gary Lineker leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day. Hann hættir að stýra þættinum fræga eftir tímabilið. Enski boltinn 22.4.2025 11:07
Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool um páskahelgina en hann skoraði þá sigurmarkið á móti Leicester aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á völlinn sem varamaður. Eftir leikinn vildi bakvörðurinn þó ekki segja neitt um framtíð sína hjá Liverpool. Enski boltinn 22.4.2025 09:00
Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Victor Lindelöf hvarf skyndilega í miðjum leik Manchester United og Lyon í Evrópudeildinni í síðustu viku en núna vitum við meira um hvað var í gangi hjá fjölskyldu hans. Enski boltinn 22.4.2025 07:30
Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Jamie Vardy, framherji Leicester City, hefur beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar eftir að ljóst var að Refirnir eru fallnir úr ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 22.4.2025 07:00
„Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Matz Sels, markvörður Nottingham Forest, sagði að gríðarlega mikilvægt að liðið hafi náð í sigur gegn Tottenham Hotspur eftir tvö töp í röð í ensku úrvalsdeildarinnar. Forest er óvænt í bullandi Meistaradeildarbaráttu þegar fimm umferðir eru eftir. Enski boltinn 21.4.2025 23:33
Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Eftir fall úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð þá stoppuðu Burnley og Leeds United stutt við í B-deildinni. Þegar tvær umferðir eru eftir eru bæði lið búin að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik. Enski boltinn 21.4.2025 18:47
Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Eftir tvö töp í röð vann Nottingham Forest 2-1 útisigur á Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn lyftir Forest upp í 3. sætið á meðan Tottenham er áfram í 16. sæti. Enski boltinn 21.4.2025 18:31
Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted skoraði sitt fyrsta mark í treyju Birmingham City þegar liðið vann Burton Albion 2-0 á útivelli í ensku C-deildinni á Englandi. Enski boltinn 21.4.2025 16:12
Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Jamie Carragher segir að Trent Alexander-Arnold eigi ekki að vera í byrjunarliði Liverpool ef hann hefur sagt félaginu að hann ætli að fara frá því í sumar. Enski boltinn 21.4.2025 09:32
Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Það er aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool verður Englandsmeistari karla í knattspyrnu í 20. skiptið. Það gæti gerst strax á miðvikudaginn. Enski boltinn 21.4.2025 08:01
Saka ekki alvarlega meiddur Bukayo Saka er ekki alvarlega meiddur segir Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir að vængmaðurinn fór af velli í 4-0 sigri liðsins á fallkandídötum Ipswich Town. Enski boltinn 21.4.2025 07:02
Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Liverpool er hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina eftir 1-0 útisigur á Leicester City í dag. Refirnir eru fallnir eftir leik dagsins þar sem varamaðurinn Trent Alexander-Arnold reyndist hetja gestanna. Enski boltinn 20.4.2025 21:47
„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki. Enski boltinn 20.4.2025 16:16
Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir. Enski boltinn 20.4.2025 15:30
Úlfarnir unnu United aftur Wolves höfðu betur gegn Manchester United í annað skiptið á tímabilinu, 1-0 á Old Trafford, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 20.4.2025 12:32
Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Arsenal sá til þess að Liverpool gæti ekki fagnað Englandsmeistaratitlinum í dag, með 4-0 sýningu gegn Ipswich á útivelli í dag. Enski boltinn 20.4.2025 12:33