Áramótakveðja Tryggingastofnunar Halldór Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun