Árangur áfram – í tónlist! Greipur Gíslason og Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun