Árás á litla framhaldsskóla úti á landi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Þingmenn Norðausturkjördæmis segja mikinn niðurskurð í fjárframlögum til framhaldsskóla í kjördæminu. Fréttablaðið/Ernir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verði nemendum í framhaldsskólum í Norðausturkjördæmi fækkað um 350 til 400 á næsta skólaári og að allir sem eru 25 ára og eldri geti ekki lengur farið í framhaldsskóla heldur eigi þeir að fara í símenntunarstofnanir sem ekki fá fjármagn til að sinna þessum nemendum. „Þetta þýðir í raun og veru uppsagnir kennara ef þetta gengur eftir og þær hefðu sennilega átt að vera settar fram 1. október vegna þess að fjárhagsárið gildir frá og með næstu áramótum,“ sagði Kristján Möller. Hann segir fjárlagafrumvarpið landsbyggðarfjandsamlegt.Kristján Möller„Ég verð því miður að nota orðið „árás“ á framhaldsskóla í þessum litlum byggðalögum vítt og breitt um landið,“ segir Kristján. Bjarkey Gunnarsdóttir, VG, sagði að Sjálfstæðisflokkur skæri markvisst niður í framhaldsskólum landsins og fækkaði þar með störfum úti á landsbyggðinni. „Þetta hefur mikil samfélagsleg áhrif þar sem litlu skólarnir úti á landi þurfa að hafa mikið fyrir tilvist sinni. Þeir halda nemendum í heimabyggð, menningarlífið blómstrar, verslun og þjónusta styrkist og störfin, eins og ég sagði áðan, verða til fyrir háskólamenntað fólk,“ sagði Bjarkey. Hún sagði enn fremur að landsbyggðarskólarnir hefðu líka haft þá sérstöðu að eldri nemendur, sérstaklega konur, hefðu fengið tækifæri til náms sem þær hefðu ekki annars fengið. „Menntamálaráðherra sækir að landsbyggðarskólunum, hann sker niður fjarnám, hann vísar eldri nemendum inn í símenntunarmiðstöðvar sem eru ekki til þess bærar að taka við öllum eldri nemendum, fyrir utan auðvitað að þetta er miklu kostnaðarsamara,“ sagði Bjarkey. Framsóknarkonan Líneik Anna Sævarsdóttir hafði áhyggjur af óljósum sameiningaráformum framhaldsskóla. Hún sagði að nokkrir skólar hefðu hafið undirbúning að þriggja ára námi og það séu þeir sem verði fyrir hvað mestum niðurskurði. „Ég trúi í raun ekki öðru en að þar sé um einhvers konar mistök að ræða,“ sagði Líneik Anna sem sagði fækkun nemenda óraunhæfa jafnvel þótt menn væru að færa sig yfir í þriggja ára skóla. Þarna er gerð algjörlega óraunhæf krafa um fækkun nemendaígilda á næsta ári, jafnvel þótt menn séu að færa sig yfir í þriggja ára skóla.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira