Innlent

Árásin á Hlemmi átti sér aðdraganda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Öryggisvörðurinn hreinlega dró manninn út úr húsinu.
Öryggisvörðurinn hreinlega dró manninn út úr húsinu. Mynd/ skjáskot af Grapevine
Persónulegar illdeilur urðu til þess að öryggisvörður á Hlemmi gekk í skrokk á útigangsmanni sem þar hafðist við. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa heyrt af því að árásin sem Vísir sagði frá í gær og Grapevine birti á vefsíðu sinni hafi átt sér aðdraganda og mönnunum lent saman áður.

„En bara það að hann skuli af fyrra bragði leggja hendur á þennan mann. Það dugar okkur," segir Reynir um framferði öryggisvarðarins. Vörðurinn er starfsmaður Snarlbarsins sem rekur sjoppu á Hlemmi og sér jafnframt um þrif og öryggisgæslu.

„Það eina sem við gátum gert er að þegar fengum þetta myndband í hendur og sáum myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum að þá óskuðum við því eftir vinnuveitanda þessa manns að hann myndi láta af störfum," segir Reynir í samtali við Vísi. Reynir segist ekki vita hvort atvikið hafi verið kært. „Enda er það þá bara mál á milli þessara tveggja einstaklinga," bætir hann við.

Töluvert hefur verið um það, í áraraðir, að utangarðsmenn og unglingagengi safnist saman á Hlemmi. Reynt hefur verið að sporna við því enda hefur þeim oft á tíðum fylgt áfengisneysla og vímuefnanotkun


Tengdar fréttir

"Helvítis lygamörður! Komdu þér út!"

Fréttamaðurinn Byron Wilkes hjá tímaritinu Grapevine náði ótrúlegum myndum af því þegar öryggisvörður á Hlemmi henti manni á dyr. Vörðurinn sýndi mikið harðræði og sló manninn og sparkaði í hann.

Árásin á Hlemmi einstakt mál

"Þetta er mjög leiðinlegt atvik, en einstakt mál geri ég ráð fyrir,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður velferðaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir sagði í gær frá myndbandi sem Grapevine birti af öryggisverði á Hlemmi sem gekk í skrokk á útigangsmanni sem hafðist við á Hlemmi. Mikið hefur verið gert á Hlemmi til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk dvelji þar langtímum saman við óæskilega iðju, en sú spurning vaknar hvort nóg sé gert fyrir utangarðsfólk. Heiða Kristín telur að mikil vinna sé unnin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×