Árásin á íslenska menningu Jón Kalman Stefánsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Við erum komin á undarlegan stað sem þjóð, sem samfélag, þegar það þarf að færa rök fyrir nauðsyn þess að halda úti Rás eitt; þegar við þurfum jafnvel að berjast fyrir lífi hennar. Ríkisútvarpið hóf göngu sína í desembermánuði árið 1930, þá var Ísland fátækt land, en þjóðin augljóslega rík í anda og metnaði. Það hefði áreiðanlega verið auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á að jafn fátæk þjóð hefði ekki efni á að reka útvarp; en þau „skynsömu“ rök höfðu ekki sama aðdráttarafl árið 1930 og núna. Íslendingar virtust þá einfaldlega gera sér grein fyrir því að fátækt er ekki alltaf mæld í peningum, heldur ástandi, reisn; gerðu sér grein fyrir því að ríkidæmi þjóðar er geymt í menningu hennar.Leiðin til fátæktar Ríkisútvarpið hefur verið rödd þjóðarinnar í ríflega áttatíu ár. Í áttatíu ár hefur það tekið upp rödd okkar og útvarpað henni án þess að hugsa um hverjir sitja við völd; eða sett sérstaklega fyrir sig hvaða skoðanir bárust með röddunum. Rás eitt geymir þess vegna rödd þjóðarinnar, hún geymir viðtöl við löngu dáið fólk, pistla þess, hugleiðingar og sögur. Það er vegna Rásar eitt að við höfum aðgang að fortíð þjóðarinnar. Rás eitt er því allt í senn: rödd okkar, andardráttur og minni. Hún geymir fortíðina, hún útvarpar henni, en er jafnframt stöðugt að taka upp samtíma sinn, og vista hann fyrir framtíðina. Þannig hefur Rás eitt í rúm áttatíu ár sameinað fortíð, nútíð og framtíð. Ef við klippum núna í ógæfu okkar og skammsýni á þennan þráð, verða afleiðingarnar alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Við missum eitthvað mikilvægt. Og verðum fátæk þjóð. Árin eftir hrun hafa verið dapurleg fyrir íslenska fjölmiðla, einkum fyrir dagblöðin sem hafa aldrei verið jafn rýr, undirmönnuð, og/eða í eigu harðra hagsmunaafla. Gagnrýnin umræða hefur liðið mjög fyrir það, sem eru alvarleg tíðindi fyrir lýðræðið; því minni og grynnri umræða, því veikara lýðræði.xxxxRíkisútvarpið hefur verið ljósið í fjölmiðlaumhverfinu, báðar rásirnar, en ég nefni núna sérstaklega Rás eitt með sinn Spegil, sína pistlahöfunda í þáttum á borð við Víðsjá. Við vitum hins vegar að innan núverandi ríkisstjórnarflokka hefur lengi gætt töluverðs óþols gagnvart gagnrýninni umræðu Ríkisútvarpsins; lengst hefur þó þingmaður Framsóknar, og formaður hagræðingarhópsins, Vigdís Hauksdóttir, gengið. Það er því miður óþægilega mikill samhljómur milli hótana hennar í garð RÚV og niðurskurðanna miklu; sem vekur upp ónotalegar grunsemdir um að þeir sem nú stjórna landinu líði illa aðrar skoðanir en sínar. Og refsi þeim sem halda uppi sterkri gagnrýni.Hin vanhelga þrenning? Þrátt fyrir erfiða tíma eftir hrun höfum við haft gæfu til að halda úti fjölradda útvarpi sem hefur rúmað allar skoðanir, og boðið upp á óteljandi þætti um tónlist, þjóðfræði, heimspeki, garðrækt, viðtöl við fólk, þætti fyrir börn; fjölradda útvarp mannað starfsfólki með brennandi metnað. Eru þeim tímar virkilega liðnir? Íslands óhamingju verður allt að vopni; ríkisstjórnarflokkarnir virðast alls ekki skilja ábyrgð okkar hér og nú gagnvart íslenskri menningu – og það sama gildir því miður um sjálfan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Þessi þrenning, flokkarnir tveir og Páll, skilja ekki, eða loka þá augunum fyrir því, að ef við sinnum ekki íslenskri menningu af fullum þunga, þá dofnar hún með ófyrirséðum afleiðingum fyrir framtíðina. Íslensk menning er sterk, en hún lifir samt ekki nema henni sé sinnt af alúð og krafti. Mikill niðurskurður og gróf aðför gagnvart Ríkisútvarpinu eru ekkert annað en árás. Rás eitt hefur í áttatíu ár verið hryggjarstykki í íslenskri menningu. Árás á Rás eitt er því einfaldlega árás á íslenska menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Við erum komin á undarlegan stað sem þjóð, sem samfélag, þegar það þarf að færa rök fyrir nauðsyn þess að halda úti Rás eitt; þegar við þurfum jafnvel að berjast fyrir lífi hennar. Ríkisútvarpið hóf göngu sína í desembermánuði árið 1930, þá var Ísland fátækt land, en þjóðin augljóslega rík í anda og metnaði. Það hefði áreiðanlega verið auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á að jafn fátæk þjóð hefði ekki efni á að reka útvarp; en þau „skynsömu“ rök höfðu ekki sama aðdráttarafl árið 1930 og núna. Íslendingar virtust þá einfaldlega gera sér grein fyrir því að fátækt er ekki alltaf mæld í peningum, heldur ástandi, reisn; gerðu sér grein fyrir því að ríkidæmi þjóðar er geymt í menningu hennar.Leiðin til fátæktar Ríkisútvarpið hefur verið rödd þjóðarinnar í ríflega áttatíu ár. Í áttatíu ár hefur það tekið upp rödd okkar og útvarpað henni án þess að hugsa um hverjir sitja við völd; eða sett sérstaklega fyrir sig hvaða skoðanir bárust með röddunum. Rás eitt geymir þess vegna rödd þjóðarinnar, hún geymir viðtöl við löngu dáið fólk, pistla þess, hugleiðingar og sögur. Það er vegna Rásar eitt að við höfum aðgang að fortíð þjóðarinnar. Rás eitt er því allt í senn: rödd okkar, andardráttur og minni. Hún geymir fortíðina, hún útvarpar henni, en er jafnframt stöðugt að taka upp samtíma sinn, og vista hann fyrir framtíðina. Þannig hefur Rás eitt í rúm áttatíu ár sameinað fortíð, nútíð og framtíð. Ef við klippum núna í ógæfu okkar og skammsýni á þennan þráð, verða afleiðingarnar alvarlegri en við gerum okkur grein fyrir. Við missum eitthvað mikilvægt. Og verðum fátæk þjóð. Árin eftir hrun hafa verið dapurleg fyrir íslenska fjölmiðla, einkum fyrir dagblöðin sem hafa aldrei verið jafn rýr, undirmönnuð, og/eða í eigu harðra hagsmunaafla. Gagnrýnin umræða hefur liðið mjög fyrir það, sem eru alvarleg tíðindi fyrir lýðræðið; því minni og grynnri umræða, því veikara lýðræði.xxxxRíkisútvarpið hefur verið ljósið í fjölmiðlaumhverfinu, báðar rásirnar, en ég nefni núna sérstaklega Rás eitt með sinn Spegil, sína pistlahöfunda í þáttum á borð við Víðsjá. Við vitum hins vegar að innan núverandi ríkisstjórnarflokka hefur lengi gætt töluverðs óþols gagnvart gagnrýninni umræðu Ríkisútvarpsins; lengst hefur þó þingmaður Framsóknar, og formaður hagræðingarhópsins, Vigdís Hauksdóttir, gengið. Það er því miður óþægilega mikill samhljómur milli hótana hennar í garð RÚV og niðurskurðanna miklu; sem vekur upp ónotalegar grunsemdir um að þeir sem nú stjórna landinu líði illa aðrar skoðanir en sínar. Og refsi þeim sem halda uppi sterkri gagnrýni.Hin vanhelga þrenning? Þrátt fyrir erfiða tíma eftir hrun höfum við haft gæfu til að halda úti fjölradda útvarpi sem hefur rúmað allar skoðanir, og boðið upp á óteljandi þætti um tónlist, þjóðfræði, heimspeki, garðrækt, viðtöl við fólk, þætti fyrir börn; fjölradda útvarp mannað starfsfólki með brennandi metnað. Eru þeim tímar virkilega liðnir? Íslands óhamingju verður allt að vopni; ríkisstjórnarflokkarnir virðast alls ekki skilja ábyrgð okkar hér og nú gagnvart íslenskri menningu – og það sama gildir því miður um sjálfan útvarpsstjórann, Pál Magnússon. Þessi þrenning, flokkarnir tveir og Páll, skilja ekki, eða loka þá augunum fyrir því, að ef við sinnum ekki íslenskri menningu af fullum þunga, þá dofnar hún með ófyrirséðum afleiðingum fyrir framtíðina. Íslensk menning er sterk, en hún lifir samt ekki nema henni sé sinnt af alúð og krafti. Mikill niðurskurður og gróf aðför gagnvart Ríkisútvarpinu eru ekkert annað en árás. Rás eitt hefur í áttatíu ár verið hryggjarstykki í íslenskri menningu. Árás á Rás eitt er því einfaldlega árás á íslenska menningu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun