Arkitektar móðgast á fundi þingnefndar 15. september 2010 06:00 Mörður Árnason Þingmaðurinn segist ekki skilja hvers vegna arkitektar kveinki sér undan orðum hans.Fréttablaðið/Valli „Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
„Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir
Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira