Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör Boði Logason skrifar 13. október 2011 14:00 86,7 prósent þeirra sem taka í vörina á Íslandi nota íslenskt neftóbak. Árlega greinast meira en 650 þúsund manns í heiminum með krabbamein í munnholi. Mynd/Vísir.is Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir hjá Krabbameinsskrá Íslands, segir að orsök myndunar krabbameins í munnholi sé vissulega ekki alveg á hreinu. „Hinsvegar eru þekkt sterk tengsl milli tóbaksnotkunar sérstaklega en einnig tengsl við alkóhólnotkun og einkum ef þetta tvennt fer saman, þá aukast líkur að sama skapi að fá þessa tegund krabbameins," segir Jón Gunnlaugur. Sala á íslensku neftóbaki tvöfaldaðist á sjö ára tímabili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. Þessar gífurlegu aukningu má rekja til þess að munntóbaksneysla hefur aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt könnun sem Capacent framkvæmdi í júní síðastliðnum taka 86,7 prósent þeirra sem nota munntóbak daglega, íslenskt neftóbak í vörina og 21,5 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára taka tóbak í vörina daglega. Krabbamein í munnholi eru lang oftast upprunin úr þekjuvef slímhúðar munnhols og koma fyrir víðsvegar um munnholið, meðal annars í munnbotni, tungu, innan á vörum og koki. Þessi æxli eru í 6. sæti yfir algengustu krabbamein í heiminum og árlega greinast meira en 650 þúsund manns með krabbamein í munnholi.Árlegur meðalfjöldi þeirra sem greindust með krabbamein í munnholi og vörMynd/Vísir.isEins og sést á töflunni hér til hliðar greindust árlega 18 einstaklingar með krabbamein í munnholi og vör á árunum 2005 til 2009, 10 karlar og 8 konur. Á tímabilinu 2000 til 2004 greindust tuttugu prósent færri með þessa tegund krabbameins, eða 15 einstaklingar. Á tímabilinum 1955 til 1959 greindust að meðaltali 7 einstaklingar á ári. Elínborg J. Ólafsdóttir verkfræðingur og deildarstjóri hjá Krabbameinsskrá Íslands segir að árlegt aldursstaðlað nýgengi sé þó ekki að aukast, það er að segja þegar tekið er tillit til fjölgunar í þjóðinni og breyttrar aldurssamsetningar. Það sé um 4,5 af 100 þúsund hjá körlum og 2,7 hjá konum. Jón Gunnlaugur segir að á Vesturlöndum sé notkun tóbaks og alkóhóls talin tengjast 75 prósent illkynja æxla á þessu svæði líkamans. Líkur einstaklinga, sem mynda hóp þeirra sem mest nota af tóbaki, á að fá krabbamein í munn og munnhol eru 70 til 100 prósent meiri en þeirra sem nota ekki tóbak. „Aukin tíðni þessara æxla á Vesturlöndum á undanförnum áratugum hefur verið sett í samhengi við aukna alkóhólnotkun í Norður-Evrópu en aukna tóbaksnotkun í Suður-Evrópu. Varðandi mismunandi notkun tóbaks og tengsl við myndun krabbameins í munnholi þá virðist allt tóbak hafa þýðingu, þó góðar rannsóknir vanti til að skilgreina áhættu hvers þáttar nákvæmlega," segir Jón Gunnlaugur og bendir á að fleira komi vissulega inn í áhættuna á að fá krabbamein í munnholi. „Í því sambandi er til dæmis rétt að minnast á HPV-veirusýkingu." Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir hjá Krabbameinsskrá Íslands, segir að orsök myndunar krabbameins í munnholi sé vissulega ekki alveg á hreinu. „Hinsvegar eru þekkt sterk tengsl milli tóbaksnotkunar sérstaklega en einnig tengsl við alkóhólnotkun og einkum ef þetta tvennt fer saman, þá aukast líkur að sama skapi að fá þessa tegund krabbameins," segir Jón Gunnlaugur. Sala á íslensku neftóbaki tvöfaldaðist á sjö ára tímabili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. Þessar gífurlegu aukningu má rekja til þess að munntóbaksneysla hefur aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt könnun sem Capacent framkvæmdi í júní síðastliðnum taka 86,7 prósent þeirra sem nota munntóbak daglega, íslenskt neftóbak í vörina og 21,5 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára taka tóbak í vörina daglega. Krabbamein í munnholi eru lang oftast upprunin úr þekjuvef slímhúðar munnhols og koma fyrir víðsvegar um munnholið, meðal annars í munnbotni, tungu, innan á vörum og koki. Þessi æxli eru í 6. sæti yfir algengustu krabbamein í heiminum og árlega greinast meira en 650 þúsund manns með krabbamein í munnholi.Árlegur meðalfjöldi þeirra sem greindust með krabbamein í munnholi og vörMynd/Vísir.isEins og sést á töflunni hér til hliðar greindust árlega 18 einstaklingar með krabbamein í munnholi og vör á árunum 2005 til 2009, 10 karlar og 8 konur. Á tímabilinu 2000 til 2004 greindust tuttugu prósent færri með þessa tegund krabbameins, eða 15 einstaklingar. Á tímabilinum 1955 til 1959 greindust að meðaltali 7 einstaklingar á ári. Elínborg J. Ólafsdóttir verkfræðingur og deildarstjóri hjá Krabbameinsskrá Íslands segir að árlegt aldursstaðlað nýgengi sé þó ekki að aukast, það er að segja þegar tekið er tillit til fjölgunar í þjóðinni og breyttrar aldurssamsetningar. Það sé um 4,5 af 100 þúsund hjá körlum og 2,7 hjá konum. Jón Gunnlaugur segir að á Vesturlöndum sé notkun tóbaks og alkóhóls talin tengjast 75 prósent illkynja æxla á þessu svæði líkamans. Líkur einstaklinga, sem mynda hóp þeirra sem mest nota af tóbaki, á að fá krabbamein í munn og munnhol eru 70 til 100 prósent meiri en þeirra sem nota ekki tóbak. „Aukin tíðni þessara æxla á Vesturlöndum á undanförnum áratugum hefur verið sett í samhengi við aukna alkóhólnotkun í Norður-Evrópu en aukna tóbaksnotkun í Suður-Evrópu. Varðandi mismunandi notkun tóbaks og tengsl við myndun krabbameins í munnholi þá virðist allt tóbak hafa þýðingu, þó góðar rannsóknir vanti til að skilgreina áhættu hvers þáttar nákvæmlega," segir Jón Gunnlaugur og bendir á að fleira komi vissulega inn í áhættuna á að fá krabbamein í munnholi. „Í því sambandi er til dæmis rétt að minnast á HPV-veirusýkingu."
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira